Saga - 2012, Blaðsíða 13
Nathan & Olsen-húsinu leitast hann við að sýna í verki þau gildi
borgarbyggðar sem hann hafði boðað árið 1912 í grein sinni
„Bæjafyrirkomulag“.14 Þar lofsyngur hann — að hætti Camillos Sitte
(1843–1903), Raymonds Unwin (1863–1940) og Josephs Stübben
(1845–1940) og með tilvísun til þeirra — lífsgæði bæja með alda-
gömlum strætum og torgum, eins og borganna á Ítalíu og Suður-
Þýskalandi, en slík borgarbyggð var með öllu óþekkt á Íslandi til
þessa.15
Guðjón hannar því Nathan & Olsen-húsið þannig að það verði
upptaktur að nýrri framtíðarskipan aðliggjandi bygginga — sam-
byggðri húsalengju með fjórlyftum byggingum auk rishæðar, og
verði byggðin þar með mun þéttari en áður. Hann setur áberandi
turn á norðvesturhorn hússins til að gefa mótum Austurstrætis og
Pósthússtrætis veglegan svip og varða leiðina á Austurvöll.16 Hús -
hornið er ennfremur sneitt þar á neðstu hæð og látið hvíla á vold-
ugri súlu og verður því inngangurinn í það um inndregin horn-
súlnagöng; þar með tekst Guðjóni jafnframt að opna sjónlínu úr
Austurstræti um göngin yfir á Austurvöll að styttunni á vellinum
miðjum — til 1931 að sjálfsmynd Bertels Thorvaldsen (1770–1844)
en eftir það að líkneski Jóns Sigurðssonar forseta.17
Nathan & Olsen-húsið hugsaði Guðjón sér ennfremur sem hluta
af skipulagi byggðar kringum Austurvöll, raðar veglegra bygginga,
að jafnaði sambyggðra, sem ramma skyldi inn völlinn, en með
hliðstæðum hætti gerði hann síðar tillöguuppdrátt að skipulagi
Skólavörðuholts, þar sem hann vildi reisa „háborg íslenskrar menn-
ingar“ umhverfis torg á háholtinu.18 Guðjóni auðnaðist þó ekki að
móta umhverfi Austurvallar nema að hluta og þá með Hótel Borg
verslunarhús nathan & olsen … 13
14 Guðjón Samúelsson, „Bæjafyrirkomulag“, Lögrjetta, 7. árg., 35. tbl., 10. júlí 1912,
bls. 135, og 7. árg., 36. tbl., 17. júlí 1912, bls. 139.
15 Um Sitte, Unwin og Stübben, og viðhorf þeirra til borgarskipulags, sjá yfirlit
hjá Vittorio Magnago Lampugnani, Die Stadt im 20. Jahrhundert. Visionen,
Entwürfe und Gebautes I (Berlín: Wagenbach Verlag 2010), bls. 94–103.
16 Guðjón Samúelsson, „Íslenzk byggingarlist. Nokkrar opinberar byggingar á
árunum 1916–1934“, Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 18. árg., 6. tbl., 1933, bls.
53–54.
17 Sbr. Jónas Jónsson o.fl., Íslenzk bygging, bls. 19.
18 „Uppdráttur Guðjóns Samúelssonar af Skólavörðuhæðinni. Háborg íslenskrar
menningar“. Stófeldasta og áhrifamesta hlutverk íslenskrar húsagerðar, er
bíður úrlausnar. Viðtal við Guðjón Samúelsson“, Morgunblaðið 14. desember
1924, bls. 7; sbr. Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island in der ers-
ten Hälfte des 20. Jahrhunderts, bls. 168–170.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 13