Saga - 2012, Blaðsíða 232
Margrét Gunnarsdóttir, INGIBJÖRG. SAGA INGIBJARGAR EINARS -
DÓTTUR, EIGINKONU JÓNS SIGURÐSSONAR FORSETA. Sögufélag
og Bókafélagið Ugla. Reykjavík 2011. 312 bls. Myndir, tilvísana-, heim-
ilda-, mannanafna- og myndaskrár.
„Hver var Ingibjörg Einarsdóttir?“ spyr Margrét Gunnarsdóttir í upphafi
bókar sinnar um ævi og störf eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta. Þessi
spurning leitaði á hana, segir hún, því að í „ritum um Jón Sigurðsson er
Ingibjörg eins og aukapersóna í lífi eiginmanns síns — og heldur óskýr
mynd dregin upp af henni“ (bls. 7). Þetta þykir Margréti „með nokkrum
ólíkindum“ í ljósi þess, eins og hún bendir á, að hjónin Jón og Ingibjörg voru
óað skiljanleg þá rúmu þrjá áratugi sem þau bjuggu í ektastandi — jafnvel
svo að þau létust með aðeins níu daga millibili í desember 1879. Þegar Jón
gaf upp öndina er eins og lífslöngun Ingi bjargar hafi smám saman þorrið;
hennar til gangur var að þjóna eiginmanninum, og með dauða hans slokkn -
aði ljósið sem gaf henni líf. Jón hafði verið „mjer allt, mitt líf, og mitt yndi“
(bls. 255) vottaði Ingibjörg í testamenti sínu, og hún meinti þau orð greini-
lega bókstaflega.
Þrátt fyrir innilegt samband þeirra hjóna og mikinn vilja til að halda
minningu þjóðhetjunnar á lofti hafa Ingibjörgu aldrei fyrr verið gerð ítarleg
skil með eigin ævisögu. Það er líka hárrétt hjá Margréti Gunnarsdóttur að
ævisöguritarar Jóns Sigurðssonar hafa gert sér heldur lítinn mat úr fram lagi
Ingibjargar til þjóðmálabaráttu eiginmanns síns, og því er óhætt að taka
undir þau orð hennar að löngu sé „orðið tímabært að gerð sé skilmerkileg
grein fyrir Ingibjörgu Einarsdóttur og ævihlaupi hennar“ (bls. 8).
Fálætið í garð Ingibjargar þarf reyndar ekki að koma mjög á óvart. Fáar
ævi sögur 19. aldar kvenna hafa verið skrifaðar, og í sögum frá þeim tíma
öðlast konur jafnan merkingu sem eiginkonur, dætur eða mæður — þ.e.a.s.
út frá sínum stað í kynjuðu samfélagsrými, þar sem viðmiðin eru „söguleg-
ir“ karlar — fremur en sem sjálfstæðir gerendur. Undirtitill ævisögu Ingi -
bjargar er ágætt dæmi um slíka staðsetningu, því að þar er sérstaklega tekið
fram að Ingibjörg hafi verið eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, og sjálfsagt
kemur bókin Jón. Saga Jóns Sigurðssonar eiginmanns Ingibjargar Einars dóttur
húsfreyju ekki út á næstunni. Augu okkar beinast því ekki að Ingi björgu
vegna hennar sjálfrar eða beinna áhrifa hennar á „gang sög unnar“, heldur
er það hlutverk hennar sem „betri helmings“ þjóðhetju sem kveikir forvitn-
ina. Ef hún hefði ekki verið eiginkona Jóns Sigurðssonar væri engin saga um
hana skrifuð, ekki frekar en um flestar kynsystur hennar frá sama tíma.
Það verður líka að virða ævisöguriturum Jóns Sigurðssonar það til vor-
kunnar að heimildir um Ingibjörgu eru ekki á hverju strái. Fá bréf frá henni
eða til hafa varðveist; skýrar samtíma lýsingar af henni eru ekki margar
heldur, og hún birtist í þeim flestum sem fremur litlaus persóna — sem
ritdómar232
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 232