Saga - 2012, Blaðsíða 161
Þeir sendu hersveit til Dinshaway og handtóku 52 manns. Bretar
héldu því fram að um skipulagða uppreisn gegn bresku krúnunni
hefði verið að ræða, en slíkt jafngilti landráði. Til að fyrirbyggja óöld
og uppgang róttækra hreyfinga múslima töldu þeir réttast að fylgja
ekki hinu reglulega dómskerfi, heldur ákvað Lord Cromer aðal -
ræðismaður að koma á sérstökum rétti til að refsa þorpsbúum. Í rétt-
inn skipuðu þeir egypska menn sem þeir vissu að voru hliðhollir
Bretum og ekki of gegnsýrðir af egypskri þjóðernishyggju. (Það er
athyglisvert að einn af egypsku dómurunum, sem Cromer skipaði í
þennan rétt, var Boutrus Ghali, afi Boutrus Boutrus Ghali, sem var
aðalritari Sameinuðu þjóðanna 1992–1996.) Með öðrum orðum,
Bretar treystu ekki á egypskar stofnanir til að framfylgja réttlætinu
og vildu innleiða sitt réttlæti.
Réttarhöldin tóku skamman tíma. Á einni viku var búið að
dæma alla þessa fimmtíu og tvo einstaklinga sem handeknir höfðu
verið. Sex voru dæmdir fyrir landráð og morð og voru hengdir.
Tveir þorpsbúar fengu lífstíðarfangelsisdóm og fimmtán fengu
styttri fangelsisvist en voru einnig hýddir opinberlega.
Lyktir þessa máls vöktu gífurlega hörð viðbrögð í Egyptalandi
og reyndar víðar í Mið-Austurlöndum. Fyrir egypska þjóðernis-
hyggju, sem var að vakna til lífsins, sýndi þessi viðburður hróp-
legt óréttlæti heimsvaldastefnunnar í orði og verki. Þarna birtist
hroki og valdníðsla heimsvaldaherranna í hnotskurn, en atburð -
unum í Dinshaway voru gerð eftirminnilega skil í egypskri skáld-
sögu sem kom út 1909, Adhra’ Dinshaway (Dinshaway-meyjan)
eftir Mahmud Thair Haqqi. Þeim var haldið á lofti í mörgum
greinum í dagblöðum Egypta, sem voru þá fyrst að líta dagsins
ljós, í ótöldum ræðum og jafnvel í leikritum. Einnig urðu þeir
uppspretta að ljóðum Ahmad Shawqi, sem var eitt áhrifamesta
skáld og „Fjölnismaður“ Egypta á þessum tíma. Heimsvalda -
stefnan var sem rauður þráður í ljóðagerð hans. Eins og kemur
fram í ljóði hans, „Cromer kvaddur“, kom stefna Breta í Egypta -
landi og afstaða þeirra til innfæddra berlega í ljós einmitt í þessu
máli.2
Atburðurinn í Dinashaway er til marks um hvernig lítil dúfa get-
ur velt þungu hlassi. Í kjölfar hans varð staða Breta í Egyptalandi
stórum erfiðari og hann markar líka ákveðin þáttaskil í egypskri
dúfan og hlassið 161
2 Umfjöllun um þessi ljóð Shawqi má finna í grein Hussein N. Kadhim, „The
Poetics of Postcolonialism“, Journal of Arabic Literature 28 (1997), bls. 179–218.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 161