Saga - 2012, Blaðsíða 39
sem viðstöddum brunnu í brjósti. Flest lifa því miður enn góðu lífi
í kvenréttindaumræðunni, svo sem vændi, mansal og tvöfalt
siðgæði karla og kvenna, krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu og
áhrif styrjalda á líf kvenna.
Fríður hópur frá Bandaríkjunum mætti til leiks á fundinn í París
1878. Þar á meðal var Theodore Stanton, sonur hinnar þekktu
bandarísku kvenréttindakonu, Elizabeth Cady Stanton. Í kjölfar
fundarins stóð Theodore fyrir útgáfu mikils yfirlitsrits um stöðu
kvenna í Evrópu sem gefið var út árið 1884.12 Í því var m.a. að finna
grein eftir Kristine Frederiksen, kennslukonu sem um tíma var for -
maður Lesstofu kvenna (Kvindelig Læseforening), sem stofnuð var í
Kaupmannahöfn árið 1872, og síðar formaður Dansk Kvinde samfund.
Kristine gat þess í neðanmálsgrein að á Íslandi, sem væri undir
Danmörku, hefðu ekkjur og ógiftar konur sem stæðu fyrir búi
fengið kosningarétt í sveitarstjórnarmálum árið 1882.13 Víða um
Evrópu veitti þetta rit Stantons konum kjark og hvatningu til að
skrifa um málefni kvenna, og það varð jafnvel óbeinn hvati til
félaga stofnunar um réttindi kvenna.
Íslands var þannig snemma getið meðal þeirra sem létu sig
kvenréttindi varða beggja vegna Atlantsála. Þetta vissi Páll Briem,
cand. juris., sem flutti fyrirlestur á tíu ára afmæli elsta kvenfélags
Reykjavíkur, Thorvaldsensfélagsins, árið 1885. Þar fór hann yfir
sögu kvenréttindamála í Evrópu og Bandaríkjunum og endaði með
því að segja frá því að fregnin um kosningarétt kvenna í sveitar-
málum og kirkjulegum málum hefði þegar flogið út um allan heim:
„Kvenfrelsismönnum og kvenfrelsisfélögum þótti þetta mikils um
vert og urðu lögin til þess að vekja eftirtekt manna á Íslendingum
sem frjálslyndum mönnum og afla þeim frægðar og vinsælda meðal
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 39
Controversy over Equality and Special Labour Legislation“, Rethinking Change:
Current Swedish Feminist Research. Ritstj. Maud L. Eduards o.fl. (Uppsala:
Swedish Science Press 1992), bls. 11–26, hér 14; Karen Offen, European
Feminisms 1700–1950: A Political History (Stanford: Stanford University Press
2000), bls. 152–152. Áhugaverð vefslóð um þessa ráðstefnu er hér: http://
www.imow.org/wpp/stories/viewStory?storyId=1874.
12 Theodore Stanton, The Woman Question in Europe: A Series of Original Essays
(New York, London og París: G. G. Putnam’s Sons 1884). (Bókina má nálgast
rafrænt hér: http://openlibrary.org/books/OL20526626M/The_Woman_Ques
tion_in_Europe_A_Series_of_Original_Essays).
13 Sjá Theodore Stanton, The Woman Question in Europe, bls. 222.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 39