Saga - 2012, Blaðsíða 114
Kristinréttur Þorláks og Ketils er varðveittur í mörgum afskrift-
um sem taldar eru ritaðar á tímabilinu 1250–128036 og einnig í ýmsum
samsteypuritum frá miðri 14. öld til síðari hluta hennar.37 Í kristinrétti
Þorláks og Ketils er ekki að finna ákvæði sem bannar útburð á börn-
um. Í kafla um barnaskírn segir að hvert barn sem alið sé skuli færa
til skírnar í kirkju sem fyrst eftir fæðingu, „með hverigri skepnu sem
er“.38 Athugasemd ákvæðisins um afbrigðilegt útlit má skilja sem svo
að þannig hafi þetta ekki alltaf verið, þ.e. börn með afbrigðilegt útlit
hafi ekki alltaf verið skírð og þá væntanlega ekki heldur alin upp.
Við samanburð á afskriftum sem varðveita kristinna laga þátt
Þorláks og Ketils kemur í ljós að ákvæði sem varða barnaskírn eru í
öllum tilfellum samhljóða efnislega nema í AM 135 4to, Arnarbælis -
bók, en þar er að finna frávik frá öðrum textum þar sem segir að
hvert barn sem alið sé skuli færa til skírnar sem fyrst með „hverigri
skepnu“ sem er „ef manz hefr raudd“.39 Svipuð athugasemd, „hef-
ur eigi mannz raust“, kemur fyrir í kristinrétti Eiðsivaþingslaga en
slíkt barn, sem hefur ekki mannsrödd, þurfti ekki að ala upp.40 Í
umfjöllun sinni um norskan og íslenskan kristinrétt telur Mundal
ákvæðið í Arnarbælisbók mjög athyglisvert og segir að á það beri að
líta í samhengi við ákvæði norskra landshlutalaga um hvaða börn
megi bera út. Barninu sem þar sé lýst og ekki átti að skíra hafi ekki
verið ætlað að lifa og alast upp óskírt. Mundal finnst því freistandi
að álykta að ákvæðið í Arnarbælisbók geti verið leif frá eldri íslensk-
um lögum sem hafi haft að geyma svipuð ákvæði um útburð á van-
sköpuðum börnum og í norskum kristinrétti.41 Þessi tilgáta Mun -
dals er ekki ósennileg. Hugsanlega getur hér verið um að ræða gam-
alt ákvæði frá 11. öld, leif frá glötuðum kristinrétti sem mögulega
gilti hér á landi þar til kristinréttur Þorláks og Ketils var saminn.
Þetta ákvæði, og fleiri um vansköpuð börn sem ekki þurfti að ala
upp, gæti hafa haldist í gildi áfram og verið í elstu gerð glataðs
kristin réttar Þorláks og Ketils, ef hann hefur fylgt norskum kristin-
brynja björnsdóttir114
36 Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason, „Inngangur“,
bls. XI–XII, XVIII og XIX.
37 Katalog over den Arnamagnæanske Håndskriftsamling I. Útg. Kr. Kålund (Kaup -
mannahöfn: Gyldendal 1889), bls. 283, 285–286 og 422–423.
38 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, bls. 1.
39 AM. 135 4to Arnarbælisbók, bl. 88rb 10–13,
40 Norges gamle Love indtil 1387 I, bls. 409, 419, 376 og 395.
41 Else Mundal, „Barneutbering“, bls.13.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 114