Saga - 2012, Blaðsíða 108
um kristinrétti séu nýmæli í norskum lögum í kjölfar kristnunar
landsins eða geymi mögulega leifar fornra laga um barnaútburð
sem Ari er að vísa til. Vísbendingar um að svo hafi verið má finna
með því að athuga hvort sambærileg ákvæði og lærdóm um van-
skapnað sé að finna í erlendum ritum um kristinrétt og kristnar
hugmyndir og hvort þau séu mögulegar fyrirmyndir. Þá verður leit-
ast við að greina hvaða meðfæddum vanskapnaði miðaldamenn eru
að lýsa í norskum og íslenskum kristinrétti. Eiga þessar lýsingar við
um raunverulegan, meðfæddan vanskapnað sem þekktur er innan
læknisfræðinnar? Og hver er uppruni þessara ákvæða?
Ari misskilinn?
Ari er fáorður um útburðarákvæði kristnitökulaganna og lætur
nægja að greina frá því að hin fornu lög um barnaútburð skuli
standa.14 Fræðimenn hafa almennt túlkað þessi orð Ara þannig að
barnaútburður hafi verið frjáls í heiðni og virðast leiða hjá sér merk-
ingu þess að Ari vísar í „forn lög“ um barnaútburð.15 Að mati
norska miðaldafræðingsins Else Mundal var útburður barna frjáls í
heiðni, og telur hún að ákvæði um útburð vanskapaðra barna í
norskum kristinrétti hafi verið málamiðlun eftir kristnitökuna í
Noregi; horfið hafi verið frá frjálsum útburði en útburður á van-
sköpuðum börnum leyfður.16 Sænski þjóðfræðingurinn Bo Alm -
quist vakti hins vegar athygli á því að Ari notar orðið lög en ekki
venju eða sið um barnaútburð til forna og undrast að fræðimenn hafi
ekki veitt því athygli. Einnig bendir hann á að varla hafi verið þörf á
löggjöf í heiðni ef barnaútburður hafi verið almennt viðurkennt
athæfi án takmarkana.17 Fáir fræðimenn virðist hafa gert sér mat úr
þessari túlkun Almquists, sem hann setti fram árið 1971, en árið
1976 birtist grein í Tímariti Máls og menningar eftir Halldór Laxness
þar sem fram kemur áþekkt sjónarmið og finna má í skrifum Alm -
brynja björnsdóttir108
14 Íslendingabók. Landnámabók, bls. 17.
15 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I, bls.164–165; Jenny Jochens, Women in Old
Norse Society, bls. 87; Árni Pálsson, „Um lok þrældóms á Íslandi“, bls. 200–201;
Sigurður Líndal, „Upphaf kristni og kirkju“, Saga Íslands I (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag og Sögufélag 1974), bls. 265.
16 Else Mundal, „Barneutbering“, bls. 12–13 og 24–26.
17 Bo Almquist, „Folk Beliefs and Theologys: Some Thougts Evoked by Juha
Pentikäine‘s Thesis, The Nordic-dead Child Traditions“, Arv Tidskrift för nor-
diske folkminnes forskning 27 (1971), bls. 74.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 108