Saga - 2012, Blaðsíða 239
anlega mátt taka aðeins skýrari afstöðu til þýðingar hennar eða þýðingar-
leysis fyrir greiningu á áhrifum umhverfis, lífsreynslu og heimssýnar sagna-
mannanna átta á sögur þeirra í lokakafla bókarinnar. Umræða Rósu um
heimssýn í þjóðsagnarannsóknum hitti hins vegar að mínu mati beint í
mark hvað varðar tengingu við greininguna, en hugtakið vísar meðal annars
til þess hvaða augum sagnamaður lítur sjálfan sig og veröld sína, hverju
hann trúir og hvaða gildum hann heldur á lofti. Hér vísar Rósa einkum til
skrifa áðurnefndrar Lindu Dégh, sem gerir greinarmun á þeirri heimsmynd
sem er innifalin og birtist í flestum eða öllum ævintýrum og heimssýn
sagnamannsins sjálfs, sem hann afhjúpar með vali sínu á sögum, hvernig
hann býr til ný tilbrigði, með túlkunum sínum, athugasemdum og fleiru
(bls. 81–82).
Í kaflanum „Sagnafólkið sjálft“ gerir Rósa grein fyrir sagnaþulunum
átta, sem eru þau Elísabet Friðriksdóttir á Brekku í Kaupangurssveit, Guð -
ríður Finnbogadóttir á Bíldsfelli í Grafningi, Herdís Jónasdóttir á Húsafelli,
Katrín Valdimarsdóttir frá Bakka í Bakkafirði, Kristín Níelsdóttir frá Sellátri
á Breiðafirði, Steinunn Þorsteinsdóttir á Rauðsgili í Borgarfirði, Friðfinnur
Runólfsson frá Jórvíkurhjáleigu í Hjaltastaðaþinghá og Stefán Guðmunds -
son frá Felli í Breiðdal. Hér ræðir Rósa lífshlaup sögumannanna, samsetn-
ingu sagnasjóða þeirra, röð þeirra sagna sem þau segja, ástæður fyrir sagna-
vali þeirra, áheyrendur og lærimeistara. Tók Rósa meðal annars viðtöl við
fólk sem mundi eftir sögumönnunum og heyrði þá segja sögur, og eru þær
frásagnir sérlega gagnlegar heimildir um vettvang sagnaskemmtana og
áheyrendur. Sérstaklega þykir mér Rósa ná að draga upp skýra mynd af
Friðfinni Runólfssyni, sagnasjóði hans og sagnaskemmtunum, en hann er sá
eini af sagnamönnunum átta sem vitað er að flutti sögur opinberlega og
fyrir fullorðið fólk (bls. 110–117).
Í síðasta kaflanum, „Sögurnar og sagnafólkið“, gerir Rósa grein fyrir
sérhæfingu sagnamannanna og frásagnarstíl, gerðum ævintýra í sagna -
sjóðunum, tengslum sagna við ritaðar heimildir, breytingum á sögum frá
einum flutningi til annars og í meðförum mismunandi sögumanna, áhrifum
umhverfis sagnafólksins á sögurnar, áhrifum kyns og stéttar á val söguhetja
og loks birtingu einstaklingsbundinna viðhorfa í sögunum. Umfjöllun Rósu
um þessa þætti leiðir margt athyglisvert í ljós, til að mynda sterka tilhneig-
ingu sögumannanna átta til að segja ævintýri frekar en sagnir (bls. 128–129)
og tilhneigingu þeirra til að segja í ríkari mæli sögur sem fjalla um sögu-
hetjur af þeirra eigin kyni, líkt og sjá má í erlendum rannsóknum (bls.
148–151). Áhugaverðast í umfjöllun Rósu fannst mér þó þegar hún sýnir
hvernig íslenskt umhverfi og veruleiki sagnamannanna mótar frásagnir
þeirra, svo sem þegar kóngsríkið tekur á sig mynd stórbýlis og kotið hjá-
leigu, sögupersónur koma heim í hversdagsleika þar sem verið er að smala,
slátra eða heyja og skelfiskur reynist prins í álögum í sögu konu úr Breiða -
firðinum (bls. 144–148). Þá er umræðan um birtingu einstaklingsbundinna
ritdómar 239
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 239