Saga - 2012, Blaðsíða 130
tengd félög. Þar eru rakin meginatriði úr stjórnarfundargerðum
félagsins, m.a. heimild, bókuð 29. október 2002, til að semja um hlut-
deild félagsins „í kostnaði af úttekt á bankamálum“ en 7. janúar árið
eftir fjallað um hvernig „kaupverðið auk kr. 207.000.000“ skuli
skiptast milli kaupenda Búnaðarbankans og fallist á að þar af greiði
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar 7,5%11 þ.e. nokkurn veginn
í hlutfalli við þátttöku sína í kaupum S-hópsins á bankanum. Þarna
er greinilega átt við þennan sama reikning, og dæmigert hvernig
skjalleg heimild hefur allar tölur — fjárhæð, hlutfall og dagsetning-
ar — umfram hinar munnlegu frásagnir. Fjárhæðina er mikilvægt
að staðfesta vegna þess hvað hún er lygilega há.12 Og dagsetning-
arnar hefði þurft að bera undir heimildarmanninn nafnlausa til að
tengja minningar hans við hina skjalfestu atburðarás, því að ein-
hvern veginn gengur það ekki upp að bankinn hafi neitað að greiða
reikninginn eftir einkavæðingu og samt fyrir 29. október.
Opinber gögn ómerk?
Vissulega geta hin formlegustu gögn verið lítt trúverðug. Að
Landsbankinn hafi af pólitískum sökum verið knúinn til að selja S-
hópnum hlut sinn í VÍS er staðfest úr mörgum áttum og kemur
heim við allt samhengi málsins. Þótt öðruvísi sé sagt frá í ársskýrslu
Landsbankans er það væntanlega bara nauðsynlegt yfirklór sem BJB
telur — með fullum rétti — óþarft að nefna.
Meiri ástæða er til samanburðar við rituð gögn þegar BJB (bls.
106) ræðir um hluthafasamkomulag um VÍS frá 1997 milli Lands -
bank ans annars vegar og S-hópsins hins vegar. Þar hafi verið samið
um valdaskiptingu í félaginu. „Að auki setti Landsbankinn skilyrði
um að félagið yrði skráð á hlutabréfamarkað“ — án þess að fram
komi hvernig það skilyrði tengist hluthafasamkomulaginu. En fyrr-
nefnd skýrsla um Samvinnutryggingar sýnir að hluthafasamkomu-
helgi skúli kjartansson130
11 Skýrsla um starfsemi Samvinnutrygginga g.t., Eignarhaldsfélags [svo] Samvinnu -
trygginga og dótturfélaga (Reykjavík: Lagastofnun Háskóla Íslands, október
2009), bls. 27–28.
12 Þó gengu sögur með enn hærri tölum. „Útibú Société Générale í Frankfurt var
ráðgjafi S-hópsins og fékk 300 milljónir í sinn hlut fyrir viðvikið,“ segir í
Fréttablaðinu („Fimmtíu milljarða einkavæðing“, 25. janúar 2003, bls. 14–15,
þetta bls. 15). Þar er ráðgjafinn rétt tilgreindur en upphæðin að því er virðist
ýkt.
13 Skýrsla um starfsemi Samvinnutrygginga g.t., bls. 24.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 130