Saga - 2012, Blaðsíða 175
styrjaldar — og eimdi lengi vel eftir af — lágu til grundvallar sögu-
legri túlkun valdamenningar miðalda almennt og vaxtar og við -
gangs ríkisvalds sérstaklega. Réttarsöguhefð þessa tíma beindi sjón-
um fræðimanna fyrst og síðast að því sem þá voru talin meginein-
kenni nútímaríkisvalds — stjórnvaldsstofnunum og framkvæmd
valds á vettvangi lagasetningar og embættismannakerfis — og ýtti
þannig undir að sama mælistika yrði lögð við konungsveldi mið -
alda og fullburða ríki nútímans, enda skyldu þau fyrri endurspegla
upphaf þeirra síðari. Túlkun Munchs og norskra sagnfræðinga allt
fram á tuttugustu öld er fráleitt einsleit söguskýring, öðru nær, en
skýrt samkenni má hins vegar greina í þeirri frumályktun að saga
norska konungdómsins á miðöldum sé í grundvallaratriðum saga
vaxandi konungsvalds eins og það birtist skýrast í eflingu stjórn-
valdsstofnana, framvexti embættismannakerfis og undanhaldi
venjuréttar fyrir miðstýrðu lagasetningarvaldi. Saga konungdóms-
ins var því saga Noregs fram til Hákonar háleggs, ekki síst ríkisár
Hákonar gamla og sonar hans Magnúsar lagabætis, en síðmiðaldir
að sama skapi rýrar í roðinu — vitnisburður um sjálfstætt og stálpað
konungsveldi, sambærilegt því sænska og danska, átti ekki stoð í
þeim.
Í miðaldaheimildum merkir Nóregs veldi fyrst og fremst vald
konungs í Noregi sjálfum, eiginlegan konungdóm hans. Á nítjándu
öld tók Norges veldet, sem í sjálfu sér er ekki eldra hugtak í þeirri
mynd, hins vegar að vísa allt í senn til veldis konungs í Noregi og
yfirvalds hans á þeim landsvæðum öðrum sem heyrðu formlega
undir hann eða voru álitin undir hann sett.5 Þannig léði nútíma-
tungutak hinu eldra konungsríki áru stórveldis og ýtti undir þann
skilning að hin markverða saga konungdómsins á miðöldum bæri í
sér ekki einungis þroska stjórnvaldsinnviða heldur einnig land-
vinninga og víðlendi. Hins vegar átti Noregsveldi í þessum skiln-
ingi sér ekki beina pólitíska hliðstæðu á nítjándu og tuttugustu öld
og hlaut áhugi norskra sagnfræðinga á skattlöndunum því að ein-
skorðast við innlimun þeirra í Noregsveldi eða formlega viður-
kenningu á yfirvaldi konungs; sögu þeirra og tengsl við konung-
dóminn að öðru leyti, einkum að ríkisárum Hákonar gamla og upp-
konungsvald og aristókratía … 175
4 Hæstur bautasteinn er Norges gamle love, sem hann reisti í þremur bindum í
félagi við Rudolf Keyser, læriföður sinn — á hann var hlaðið síðar af öðrum.
5 Sbr. Steinar Imsen, „Introduction“, The Norwegian Domination and the Norse
World, bls. 18–20.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 175