Saga - 2012, Blaðsíða 177
miðju —, og ráðstefnur í miðaldafræðum, einkum í sagnfræði og
bókmenntum, eru flestar þemakenndar landfræðilegum, félagsleg-
um, pólitískum og menningarlegum jaðri og jaðarhópum, annar-
leika, marginality eða liminality. Að baki liggur ekki síst sú póst-
móderníska (og aristótelíska) sannfæring að skynjun hverfist fremur
um sjálfa sig en viðfangsefni sitt og hugmyndir um jaðar því í raun
um miðju; þær séu sjálfhverfar eins og hver annar texti. Póst -
kólóníalískar rannsóknir, í víðum skilningi þess hugtaks, miða
þannig samtímis að auknum skilningi á tengslum valdamiðju og
jaðars og hugmyndasögulegri þróun heimsmyndar eða sjálfsmynd-
ar sem túlkar sömu tengsl. Í þrengri skilningi felur póstkólóníalísk
greining í sér óhjákvæmilegt uppgjör af nokkru tagi við samvisku
og sögulegan arf, en heilt yfir rís krafa um endurmat á orðræðuhefð
og hugtakanotkun um sögulega fortíð. Þetta er áberandi leiðarstef í
Noregsveldi Steinars Imsens, einkum Taxes, Tributes and Tributary
Lands, þar sem gerð er gangskör að því að greina samband krúnu og
skattlanda að nýju og skilja það skýrt frá úreltri hugtakanotkun
sprottinni úr nýlendutíð Evrópu. Skattlönd voru ekki nýlendur, en
munurinn er sjaldan skýr í eldri sagnaritun. Miðja og jaðar eiga á
hættu, eins og öll greiningarhugtök sem verða auðveldlega heim-
færð upp á ólíkustu hluti og fela þar með í sér óvenjuvíðan saman-
burðarvettvang, að merkja að lokum allt og þar með ekkert. Í fyrir-
liggjandi ritum er þeim hins vegar ákaft en jafnframt skynsamlega
beitt.
The Norwegian Domination and the Norse World c.1100–c.1400 og
Taxes, Tributes and Tributary Lands eru fyrstu tvö bindi af fjórum
fyrir huguðum í ráðstefnuritröð rannsóknarverkefnisins „The Realm
of Norway and its Dependencies as a Political System c.1270–1400“,
það fyrra frá Røros 2008 en það síðara frá Visby 2010. Verkefnið tek-
ur til Noregsveldis í heild á síðmiðöldum en einkum félagslegrar,
efnahagslegrar, menningarlegrar og pólitískrar mótunar krúnu og
skattlanda. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á framgang
ríkisvalds frá þverþjóðlegu samanburðarsjónarhorni með því að
gera rækilega grein fyrir sérkennum jafnt sem samkennum skatt-
landanna og heildaráhrifum þeirra á sögulega þróun og eðli
Noregs veldis. Til samanburðar eru Danmörk, Svíþjóð og að nokkru
leyti Bretlandseyjar á sama skeiði, þótt angar teygist víðar. Allar
ástæður liggja til þess að vænta mikils af verkinu, enda öflugur hóp-
ur að baki undir forystu þess norska sagnfræðings sem einna mest-
an þátt hefur átt í endurskoðun valdasögu Noregs á síðustu árum,
konungsvald og aristókratía … 177
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 177