Saga - 2012, Blaðsíða 189
Þær heimildir sem notaðar voru í rannsókninni eru af ýmsum toga. Má
þar nefna mikinn fjölda greina úr blöðum og tímaritum, sumar hand-
skrifaðar, opinber skjöl, endurminningarbækur, ævisögur og opinbera fyrir -
lestra, auk fjölmargra eftirheimilda, t.a.m. rannsóknaniðurstöður innlendra
og erlendra fræðimanna. Höfundur nýtir rannsóknir á stöðu kvenna í ýms -
um nágrannalöndum til áhugaverðs samanburðar á þeirri sögulegu fram-
vindu sem átti sér stað á Íslandi. Einn helsti styrkur ritgerðarinnar felst hins
vegar í notkun á persónulegum heimildum, einkum sendibréfum. Það er
heimildaforði sem Erla Hulda hefur unnið mikið með í allt að tvo áratugi og
birtist sú reynsla vel í ritgerðinni. Augljóst er að henni hefur tekist að þefa
uppi mörg áður óþekkt sendibréf kvenna sem varpa nýju ljósi á viðhorf
bréfritaranna, væntingar þeirra og vonbrigði.
Persónuleg nálgun
Óhætt er að segja að ritgerðin sé fremur persónuleg vegna þess Erla Hulda
stígur óhikað fram í textanum og leiðir lesandann þannig í gegnum rann-
sóknarsöguna. Lesandinn fær jafnvel að vita hvað hún var að hugsa þegar
hún vann með vissar heimildir (t.d. bls. 57 o.áfr.). Þetta er óvenjulegt í verki
af þessu tagi, þótt sífellt fleira hugvísindafólk sé reyndar farið að beita slík-
um aðferðum, væntanlega undir áhrifum frá greinum eins og mannfræði.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess að margir sagnfræðingar leggja áherslu á að
vera ekki sýnilegir í textum sínum. Og þurfi þeir að nefna sjálfa sig er það
gjarnan gert í þriðju persónu. Í framhaldi af þessu vaknar sú spurning
hvaða kosti Erla Hulda sjái við slíka nálgun. Líklega er það skoðun hennar
að sú aðferð gefi möguleika á að komast nær viðfangsefninu, að veita les-
andanum þannig greiðari aðgang að þeim vandamálum sem hún er að
kljást við.
Almennt má segja að Erla Hulda fjalli ítarlega um tengsl sín við aðferðir
á sviði kvenna- og kynjasögu og að henni takist að fara þá leið sem hún ætl-
ar sér, meðalveg milli greinandi sögu og lýsandi, að finna jafnvægi milli
kenningarlegrar sögu og empírískrar framsetningar á fortíðinni (bls. 28).
Hins vegar mætti spyrja hvort ritgerðina megi ekki skilgreina sem ein-
sögulega rannsókn, en um þá aðferð sagnfræðinnar ræðir höfundur ekki.
Hér mætti nefnilega geta þriggja atriða sem skipa ritgerðinni á vissan hátt
í flokk með rannsóknum á sviði einsögu: Í fyrsta lagi hina persónulegu
nálgun höfundar, sem var nefnd hér á undan, í öðru lagi hina umfangs-
miklu nýtingu á persónulegum heimildum og loks þá aðferð, sem höfund-
ur beitir óspart, að beina stækkunarglerinu að ákveðnum hópi kvenna, t.d.
að samfélaginu í Kvennaskólanum á Laugalandi og konum úr Reykja -
hlíðar ætt.
andmæli 189
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 189