Saga - 2012, Blaðsíða 140
fjárhæð til bankakaupanna.37 Þannig er hér ekki svo gjörólíku sam-
an að jafna sem skilja má af grein BJB. Þess má einnig geta að vaxta-
kjörin, sem BJB bendir á að séu „afar hagstæð“ á láni S-hópsins, eru
síst verri á láninu til Samsonar.
Ólíkt þeim sem „greiddu kaupverðið að mestu leyti með erlend-
um gjaldeyri“ er bent á að „S-hópurinn flutti ekkert erlent fjármagn
inn í landið“ (bls. 134), og er það a.m.k. að miklu leyti rétt (veltur á
því hvernig hlutur þýska bankans var í raun greiddur38). „S-hópur-
inn hafði meðal annars verið valinn til kaupanna vegna þess að
hann hafði erlendan fjárfesti innanborðs“ (bls. 120) – líka hárrétt –
„sem kæmi þarafleiðandi með erlent fjármagn inn í landið“. Það er
hins vegar ekki eins rétt, hvað þá að erlent fjármagn S-hópsins hafi
verið „talin ein höfuðforsenda þess að hann var valinn fram yfir
Kaldbak“ (bls. 134). Því er réttilega lýst að S-hópnum var talið til
tekna að hafa „í sínum hópi virt erlent fjármálafyrirtæki sem fjár-
festi“ (bls. 116) — einmitt það sem brást svo neyðarlega þegar á
reyndi. En erlendur kjölfestufjárfestir átti að færa inn í landið fleira
en bara gjaldeyri. Þar kom einnig til greina reynsla og þekking á
bankarekstri ásamt erlendum samböndum og orðspori. Haustið
2001 var reynt að finna kjölfestufjárfesti að Landsbankanum og ein-
ungis leitað erlendis, en rökin fyrir því virðast snúast um reynslu og
þekkingu og vonina um samkeppnishæfari bankarekstur, ekki
gjaldeyri inn í landið.39 Ekki var horfið frá markmiðinu um erlend-
an fjárfesti fyrr en sumarið 2002, þegar eigendur Samsonar höfðu
lýst áhuga á Landsbankanum. En í því söluferli sem þá hófst, og
endaði með valinu á Samson og S-hópnum, var áhersla lögð á
„þekk ingu og reynslu af fjármálamörkuðum“ og sérstaklega nefnd
„reynsla af og sambönd innan alþjóðlegra fjármálamarkaða“.40
helgi skúli kjartansson140
37 A.m.k. varla Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, sbr. hér að framan. Egla
hefur vafalaust notað sitt lán allt til kaupanna. Lánsheimild Kers, 2,8 milljarðar
samkvæmt minnisblaðinu, hefði ríflega nægt til að greiða allan hlut þess í
bankakaupunum (65% af hlut Kers í Eglu; 35% tók hún sjálf að láni).
38 Eiginfjárframlag hans til Eglu hefði átt að vera um 2,6 milljarðar. Þótt efast megi
um uppruna þess fjár er óvarlegt að fullyrða að það hafi allt komið frá Íslandi.
39 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008, 1. bindi, bls. 237, 241–242, 244.
Sjá þó frásögn Davíðs Oddssonar frá 2010 (bls. 242) að það hafi á þeim tíma
líka verið „svona hliðaratriði“ að „fá inn erlent fé“. BJB (bls. 103) skilur Geir H.
Haarde svo, í samtali þeirra 2009, að þetta hafi verið aðalatriði, en samtíma-
heimildir styðja það ekki.
40 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008, 1. bindi, bls. 244–250.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 140