Saga - 2012, Blaðsíða 217
Án efa hafa miklar breytingar orðið í þessu efni á þeim áratugum sem
liðnir eru síðan þessi mynd var dregin upp. Tölurnar sýna þó að trúarhefð
Íslendinga á ofanverðri 20. öld var mjög mótuð af spíritismanum. Mörg okk-
ar sem fæddumst um miðbik aldarinnar vorum enda alin upp við ýmis
alþýðleg afbrigði þeirrar hreyfingar. Vart mun á nokkurn hallað þótt því sé
haldið fram að þessi miklu áhrif spíritista megi fyrst og fremst rekja til
tveggja manna: Einars H. Kvaran (1859–1938), rithöfundar og ritstjóra, og
Haralds Níelssonar (1868–1928) prófessors. Án efa má líta svo á að Haraldur
hafi verið fræðimaðurinn sem öðrum fremur mótaði hugmyndagrunn
íslenskra spíritista. Það er líka vafalaust fyrir áhrif frá honum sem spírit-
isminn hér lokaðist hvorki inni í „vísindalegum“ sálarrannsóknarfélögum
né sérstökum trúfélögum sem klufu sig frá öðrum, eins og raunin varð
víðast hvar, heldur þróaðist innan meirihlutakirkjunnar og varð hluti af
meginstraumi íslensks trúarlífs. Hlutverk Einars Kvaran var fremur að
miðla stefnunni til almennings, samsama hana menningu samtímans og
styrkja stöðu hennar innan vaxandi borgarastéttar í landinu.
Þegar tekið er tillit til stöðu spíritismans í trúarsögu Íslendinga á 20. öld
og hlutverks Haralds Níelssonar við að ryðja honum braut í landinu, er það
fagnaðarefni að nú skuli vera komin út ævisaga hans. Hér er líka til þess að
taka að vegna stefnubreytingar sem varð í hérlendu kirkju- og trúarlífi upp
úr miðri síðustu öld höfnuðu Haraldur og ýmsir samtímamenn hans á
blindum bletti í trúarsögulegum umræðum og rannsóknum, eins og oft vill
verða með fulltrúa stefna eða strauma sem verða undir í einhverri merk-
ingu. Hér má því segja að hafin sé umritun íslenskrar guðfræðisögu á 20.
öld að fenginni sögulegri fjarlægð á menn og málefni. Svipuðu máli gegnir
raunar um aðra ævisögu sem út kom í lok síðasta árs, Brautryðjandann, sögu
Þórhalls Bjarnarsonar (1855–1916) biskups. Þar eru efnistök þó víðtækari og
vart hægt að segja að nokkru nýju sé bætt við trúar-, guðfræði- eða kirkju-
sögu tímabilsins.
Þegar líf og starf Haralds Níelssonar er borið saman við hlutverk ýmissa
annarra menntamanna af aldamótakynslóðinni, þar á meðal guðfræðinga
og presta, er athyglisvert að sjá hve starfsvettvangur hans var þröngur og
afmarkaður miðað við t.d. störf Þórhalls Bjarnarsonar. Þórhallur kom við
sögu á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins, en framlag Haralds einskorðaðist við
trúmálin þar sem hann kom vissulega víða við sem guðfræðikennari,
biblíuþýðandi og áhrifamikill kennimaður í ræðu og riti. Þá hefur hann lík-
lega verið í nánara sambandi við andlegt líf í útlöndum en margir samtíma-
menn hans, t.d. Þórhallur biskup svo þeim samanburði sé fram haldið.
Með tilliti til þessa er eðlilegt að höfundur leggi verk sitt upp sem hug-
myndasögulega ævisögu. Slík verk hafa einkum það að leiðarljósi að rekja
hvernig sögupersónan varð það sem hún var — í þessu tilviki hvernig
Haraldur varð gagnrýninn biblíutúlkandi og jafnframt leiðandi spíritisti hér
innanlands en með nokkur áhrif erlendis. Þetta er í raun mótsagnakennd
ritdómar 217
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 217