Saga - 2012, Blaðsíða 198
fyrir að maður tekur ekki eftir og fer því skakkt með — auðvitað í góðri trú.
Þessa rangfærslu bendi ég ekki á vegna þess að annað eins hendi mig ekki
líka9 og alls ekki til marks um að öll gagnrýni PPB á mig hljóti að vera jafn-
illa grunduð. En þó til marks um að mér sé ekki einum um að kenna hve illa
við náum saman í þessari ritdeilu.
Nú hefur PPB þó skoðað umrædda ritgerð Jóns Jóhannessonar, telur
hana litlu bæta við eldri rannsóknir og aðferð höfundar mjög gallaða. Það
kann að vera; ekki hefði ég endað grein mína á ákalli um „nýja útgáfu með
rækilegri textarannsókn, alveg frá grunni“10 ef ég teldi rannsókn Jóns óyggj-
andi og endanlega. Hins vegar dró ég athyglina að ritgerð hans vegna þess
að þar koma fram rökin fyrir þeim niðurstöðum sem fræðimenn hafa
almennt gengið út frá síðan. Það eru þau sem þarf að hrekja til þess að ryðja
nýjum niðurstöðum braut. Vel má vera að þau verði hrakin. Þó ekki með
þeim rökum PPB að Jón „seems to omit from his essay the documents which
appear in Diplomatarium Islandicum as „Gamli sáttmáli 1264““ og sé það
ólíkt aðferð Jóns Sigurðssonar, sem „does not sweep under the carpet those
[documents] which do not fit his pattern“.11 En Jón Jóhannesson fjallar ein-
mitt um þennan texta og telur hann vera samþykkt bænda eða „almúga“ á
Alþingi 1302. Sú samþykkt segir hann að sé í Fornbréfasafni „talin ýmist frá
1263 eða 1264, eftir því, hvort eiðstafurinn fylgir eða ekki. Nú orðið mun þó
flestum ljóst, að um eitt og hið sama skjal er að ræða“ — og vísar til Konrads
Maurer og Björns M. Ólsen um tímasetningu þess.12 Hvort sem þessi
skoðun er rétt eða röng er hún afdráttarlaus og engu sópað undir teppið.
Um sumt erum við PPB heiðarlega ósammála án þess að misskilningi
eða rangfærslum sé um að kenna. Þar tala rökin sínu máli og langar mig þó
að árétta eitt sem ég held að sé íhugunarverðasti skoðanamunur okkar.
Hann varðar tímaskekkjur í texta og hvað af þeim megi álykta. Hennar
skoðun er að „if these documents were not fifteenth-century fabrications, all
their clauses should stand up, as a whole, to scrutiny.“13 Sem í raun þýðir að
allar efnislegar tímaskekkjur í skjali hljóti að vera komnar úr frumgerð þess.
Ég sé hins vegar ekki betur en tímaskekkjur geti kviknað í eldri texta þegar
helgi skúli kjartansson198
9 Dæmi um það er neyðarlega nærtækt. Ég fullyrti að PPB vísi aðeins í fyrra
bindið af riti Jóns („Gamli sáttmáli — hvað næst?“, bls. 140 nm.), hafði þá ein-
mitt sést yfir þessar þrjár nýnefndu tilvísanir (þar sem seinna bindið er nefnt í
upptalningu þriggja, fimm og sex heimildarrita) og bið ég lesendur Sögu vel-
virðingar á því. Ég hélt að PPB hefði sést yfir ritgerð Jóns af því að hún hefði
aldrei haft bókina í höndum, en sú einfalda skýring stenst sem sagt ekki.
10 „Gamli sáttmáli – hvað næst?“, bls. 153.
11 PPB, „A response to „Gamli sáttmáli — hvað næst?““, bls. 142.
12 Íslendinga saga II, bls. 249. Á bls. 49–50 (í háskólafyrirlestrunum, einmitt einum
þeirra staða sem PPB vísar til) er sama niðurstaða sett fram í styttra máli,
skjalið sé „ekki frá 1263 eða 1264, sem áður var talið“ (bls. 50).
13 PPB, „A response to „Gamli sáttmáli — hvað næst?““, bls. 145 (auðk. hér).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 198