Saga - 2012, Blaðsíða 101
mæli eftir árabili og svæðum.62 Á sama hátt verður að gera ráð fyrir
því að sitthvað vanti í íslensk dánarbú, og einungis er hægt að bæta
úr eða vinna gegn þeim skorti með því að bera saman uppskriftir
svipaðra hópa og einstaklinga á sem flestum stöðum í von um að
hefðir hafi verið ólíkar í einstökum sýslum eða á milli sýslumanna.
Sumar uppskriftir dánarbúa eru áreiðanlega óvandaðar og í ein-
hverjum tilvikum hefur munum verið stungið undan, en athugun á
miklum fjölda þeirra ætti að geta gefið viðunandi mynd af eignum
og aðstæðum fólks. Vert væri að vinna almennilega úr þessum
gögnum og þá er bara að skilgreina leiðir: persónusaga, einsaga,
félagssaga, hugarfarssaga, hagsaga, atvinnusaga, menningarsaga og
svo framvegis. Ekkert er útilokað. Um leið og heildarskrá liggur
fyrir (og jafnvel áður) má athuga úrval merkingarbærra hluta, eins
og Christina Folke Ax hefur raunar gert nú þegar (sjá bls. 83). Eins
mætti gera tæmandi athugun á dánarbúum tiltekinna hópa eða allra
einstaklinga á afmörkuðum svæðum, líkt og unnið er að (svo dæmi
sé tekið) með nærri þúsund dánarbú frá Amsterdam árin 1740–
1782.63 Dánarbúsuppskrift Sigríðar sýnir fjölda atriða sem mætti
athuga miklu betur, svo sem bækur, klúta og sængurfatnað. Í
skránni eftir Guðrúnu birtast áhöld og verkfæri til búskapar og
veiða til viðbótar. Í öðrum dánarbúum birtast enn fleiri hlutir — til
dæmis speglar, kaffikvarnir og tekatlar — og hægt væri að meta
jafnt þróun sem svæðamun á hversdagslegu striti jafnt almúgans
sem yfirstéttarinnar. Dánarbúin tvö sýna gjörólíkar aðstæður
tveggja alþýðukvenna og þau má nota með öðrum heimildum til að
útskýra að konur fyrr á öldum voru ekki einsleitur hópur, til dæm-
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 101
62 Margaret Spufford, „The Limitations of the Probate Inventory“, English Rural
Society, 1500–1800. Essays in Honour of Joan Thirsk. Ritstj. John Chartres og
David Hey (Cambridge: Cambridge University Press 1990), bls. 139–174;
Daniel Scott Smith, „Underregistration and Bias in Probate Records: An
Analysis of Data from Eighteenth-Century Hingham, Massachusetts“, The
William and Mary Quarterly. Third Series 32:1 (1975), bls. 100–110.
63 Anne McCants, „After-Death Inventories as a Source for the Study of Material
Culture, Economic Well-Being, and Household Formation among the Poor of
Eighteenth-Century Amsterdam“, Historical Methods 39:1 (2006), bls. 10–23;
sami höfundur „Poor Consumers as Global Consumers: the Diffusion of Tea
and Coffee Drinking in the Eighteenth Century“, Economic History Review 61:1
(2008), bls. 172–200; einnig Donald A. Spaeth, „Representing Text as Data. The
Analysis of Historical Sources in XML“, Historical Methods 37:2 (2004), bls.
73–85. Karl Aspelund hefur lagt drög að gagnagrunni um klæðnað íslenskra
kvenna, sem vonandi verður unnið áfram með.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 101