Saga - 2012, Blaðsíða 203
Ályktun Páls af svörum við könnuninni er þessi: „Á heildina litið sýna þess-
ar niðurstöður að ímynd Jóns Sigurðssonar hefur sterka stöðu meðal þjóðar-
innar.“ Þetta virðist haldbær niðurstaða þó að vel mætti hugsa sé aðrar og
ítarlegri spurningar sem hefðu gefið fjölbreyttari mynd. Ennfremur eru viss
vandkvæði á að álykta þar sem samanburður gefst í takmörkuðum mæli við
aðrar kannanir, innlendar (sem varla eru til) og erlendar (sem hugsanlegt,
en fyrirhafnarsamt, er að nýta). Lincoln-fræðingurinn áðurnefndi, Barry
Schwartz, vildi einnig leita radda einstaklinganna þegar hann greindi sam-
eiginlegu minninguna og þær fann hann í skoðanakönnunum. Hann er svo
heppinn að búa í landi þar sem nokkrar slíkar kannanir hafa verið gerðar
um viðhorf til Abrahams Lincoln og ein þeirra er frá 1945. Hann gat því
greint breytingar, og meginumskiptin voru þau að árið 1945 sáu svarendur
Lincoln fyrst og fremst sem „Savior of the Union“ (bjargvætt sambandsrík-
isins) en sem „the Great Emancipator“ (lausnara bandingja) árin 1999 og
2001. Þetta rímaði við lestur Schwartz á öðrum táknum — minnisvörðum,
ræðum, skáldskap, kennslubókum — en umskiptin eru þó eindregnari í
almenningsálitinu eins og skoðanakannanirnar gefa til kynna, segir hann í
greininni „History, Commemoration, and Belief: Abraham Lincoln in
American Memory, 1945–2001“ í American Sociological Review árið 2005.
Það væri áhugavert fyrir Pál að mæla aftur eftir fimm ár, gera nýja
skoðanakönnun og svo kannski eftir fimmtíu ár til að sjá hvað hefur breyst.
Það mætti líka láta svarendur taka afstöðu milli Jóns, Jónasar Hallgríms -
sonar, Vigdísar Finnbogadóttur, Bjarkar og kannski fleiri og frá mismunandi
sjónarhornum. Í svari við spurningum ritstjóra Sögu á afmælisárinu sagði
Ragnheiður Kristjánsdóttir t.d. frá vaxandi dálæti íslenskra þjóðernissinn -
aðra sósíalista á Jónasi á kostnað Jóns um miðja síðustu öld.
Þó að Páll Björnsson dragi lítið saman af heildarniðurstöðum og máli
ekki stórsöguna skýrum dráttum flokkar hann efnið vel og skýtur inn
athugasemdum, og lesandanum verður ljóst að margir þræðir eru listilega
spunnir í verkinu. Fyrstu ár og jafnvel áratugir eftir lát Jóns einkennast af
virðingu og nokkru kapphlaupi um að gera minningu hans sem sýnilegasta
með legsteini og minnisvörðum, sýningum á munum úr eigu hans og
Ingibjargar, gerð og sölu mynda af honum o.s.frv. Fljótt fer að koma í ljós
trúarlegur strengur sem er í ætt við dýrlingadýrkun og Páll er sérlega nask-
ur á að draga hann fram og tengja enda saman.
Þetta er ekki einstakt í veraldarsögunni. Barry Schwarts hefur kannað
þennan streng sérstaklega, styrk hans og þróun, og meginniðurstaðan í
nýjustu bók hans um þetta efni, Abraham Lincoln in the Post-Heroic Era:
History and Memory in Late Twentieth Century, er að Lincoln hafi notið slíkrar
dýrkunar fram um miðja tuttugustu öld en þá hafi hagíógrafían verið orðin
óviðeigandi og hverfi síðan með öllu. Páll nefnir að hann hafi fengið aðstoð
við trúartúlkun sína (bls. 251), en hann greinir ekki upphaf, endi og styrk
þessarar trúarvitundar. Athyglisvert er t.d. að Ásgeir Ásgeirsson lagði jafn-
ritdómar 203
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 203