Saga - 2012, Blaðsíða 57
skipulagsreynslu — og hér sjást þess svo sannarlega merki. Þær
lögðu fast að Bríeti, sem hafði allt það til að bera sem prýða mátti
forystukonu og boðbera málstaðarins: Hún var fjárhagslega sjálf -
stæð; hún bæði las og skrifaði ensku og dönsku þannig að hún gat
átt samskipti utanlands; hún hafði áhuga á kvenréttindum; síðast en
ekki síst átti hún og ritstýrði eigin blaði sem gat séð um að breiða
boðskapinn út um landið. Það fór enda svo að Bríet sótti þing sam-
takanna í Kaupmannahöfn sumarið 1906. Og nú hófst nýr kafli í lífi
hennar og kvennabaráttunnar á Íslandi. Hér varð til félag sem var
sprottið upp úr alþjóðlegum farvegi og tengdist alþjóðabaráttu fyrir
kvenréttindum sterkum böndum.
Ísland í alþjóðasamtökum
Frásögn Bríetar af þingi IWSA sumarið 1906 birtist í Kvennablaðinu
að fundinum loknum.65 Þar lýsti hún því hvernig komið var fram
við hana á fundinum og hvern sóma Íslandi var sýndur með því að
boðið væri til fundarins fulltrúa sem hvorki átti félag á bak við sig
né kæmi frá landi sem væri stjórnarfarslega sjálfstætt ríki. Á loka-
fundi samtakanna hefði verið samþykkt með öllum atkvæðum að
þegar íslenskar konur hefðu stofnað löglega kosningaréttarfélags-
deild skyldu þær hafa rétt til upptöku í félagið með sömu réttind-
um og hvert hinna sjálfstæðu landanna.
Bríet lýsti því einnig hvernig hin óformlega dagskrá þingsins
gekk fyrir sig. Vel var gert við gestina. Bríet gat um kvöldverðarboð
hjá kommandörfrú Münter, boð bæjarstjórnar Kaupmannahafnar í
hátíðasal ráðhúss Kaupmannahafnar, boð í híbýlum lestrarfélags
kvenna í Kaupmannahöfn, miðdegisverð í Maríulyst og skilnaðar-
veislu á Skydebanen.66 Viðurgerningur var ekki af verri endanum:
„dýrlegur fagnaður“ var í kvöldverðarboði kommandörfrúar
Münter, te, kökur, ýmsir kaldir smáréttir og vín var í boði bæjar-
stjórnarinnar, og te, ís, kökur o.fl. hjá lestrarfélaginu. Veislan á
Skydebanen fékk sérstaka umfjöllun, enda greinilega mikið um
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 57
65 Kvennablaðið, 12. árg. 9. tbl. 9. september 1906, bls. 65.
66 Í sænska blaðinu Idun birtist mynd frá móttökunni í ráðhúsinu og sést borgar-
stjórinn þar í ræðustól, sjá Idun 19. árg., nr. 33 (1906), bls. 401. Einnig birtist
hóp mynd af þeim sem fóru til Maríulyst og má kannski finna Bríeti á þeirri
mynd, sjá Idun, 19. árg., nr. 34 (1906), bls. 413. (Blaðið má lesa rafrænt hér:
http://www.ub.gu.se/kvinn/digtid/07/).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 57