Saga - 2012, Blaðsíða 81
örlítið af mat og nauðsynleg áhöld til að matast, hirslur nokkrar og
fáeinar bækur til að viðhalda trúnni á guð. Hún var einstæðingur og
fáeinum kindum sem voru í fóðrum annars staðar fylgdu ekki áhöld
til búskapar. Hjónabandi, barneigum og búskap tilheyrðu aftur á
móti fjölbreyttari eignir og til samanburðar við reytur Sigríðar má
taka eftirlátnar eigur giftrar konu í sömu sýslu, Guðrúnar Illuga -
dóttur húsfreyju á Bangastöðum í Kelduhverfi. Hún lést 44 ára
gömul af barnsförum 14. febrúar 1845, frá eiginmanni sínum Jóni
Jónssyni og fimm börnum, sem voru Friðrik 19 ára, Ólöf 16 ára,
Magnús 13 ára, Ragnhildur 10 ára og Guðbjörg 3 ára. Fjögur börn til
viðbótar voru látin.5
Búið í heild var tekið út 27. mars og nam andvirði þess 355 rd.
62 sk. Meira en helmingurinn, eða 206 rd., fólst í 34 ám, fimm
sauðum, tólf gemlingum, 16 vetra hryssu og húðarhrossi „til sum-
arbrúkunar“. Fatnaður Guðrúnar var fábrotnari en fatnaður Sig -
ríðar og klútarnir færri: blár vaðmálskjóll nýlegur, kvenbolur með
tinmillum, hvítt nærpils fornt, léreftsforklæði, tvær léreftsskyrtur
og þrír silkiklútar. Að auki átti Guðrún hálfa tólftu alin af flekkóttu
lérefti og hefur vafalaust ætlað að sauma úr því föt. Tólf guðsorða -
bækur voru á heimilinu og mikið af bús- og eldhúsgögnum, sem
sýna algengan tækjakost meðalheimilis á þessum árum. Tvö ný
tveggja tunna keröld áttu þau hjónin og þriðja keraldið gamalt en
mathelt og fjórða lakara, en jafnframt stokkakerald sem tók þrjár
tunnur, fimm fötur, fjögur mjólkurtrog og fjórar kollur, hálftunnu
pott, 60 marka pott, annan sprunginn 40 marka og þriðja tíu marka.
Tilgreindir eru fjórir heflar og tvær grindasagir, þrjár axir og þrír
nafrar, tommustokkur og smástokkur, auk hnoðhamars. Smiðju -
belgur var til staðar og hamar, steðji og töng, sleggja hnoðuð, járn -
girtur strokkur og byssa; einnig nýleg kista með skrá og lömum,
önnur lakari, þriðja ræfill, þó með skrá og lömum, loklaus kistu-
hólkur og tveir lárar, þrír pokar og fjórar lélegar færikvíagrindur,
hjólbörur, hverfisteinn með stokk, páll og reka, kvörn og kvarnar-
stokkur, tinskál og tindiskur, fimm askar og trédiskur, þrír spænir
og skæri, tveir gamlir rokkar, karlmanns reiðtygi, hnakkur með
ístöðum og gjörð, tvö reiðbeisli gömul með járnstöngum, tvær
reiðgjarðir með koparhringjum, ólarreipi mikið notuð, hrosshárs-
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 81
5 ÞÍ. Kirknasafn. Garður í Kelduhverfi BA 1. Prestsþjónustubók 1817–1846, bls.
189. Ég þakka Kristrúnu Höllu Helgadóttur fyrir upplýsingar um Guðrúnu og
Sigríði úr gagnagrunni Íslendingabókar á vefslóðinni islendingabok.is.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 81