Saga - 2012, Blaðsíða 178
Steinars Imsens. Rannsóknir hans á héraðsstjórn og rannsóknarhefð
síðmiðaldasögu í Noregi á síðastliðnum aldarfjórðungi hafa í mörgu
rutt brautina fyrir þá gagngeru endurskoðun sem núverandi rann-
sóknarverkefni felur í sér og boðar fráhvarf frá þjóðskipulegu rann-
sóknarsjónarhorni.8 Imsen hefur ennfremur varað við því að greina
aukna miðstýringu og stofnanavæðingu valds á miðöldum ein-
göngu út frá mótun ríkisvalds á konungshendi og telur að gefa þurfi
öðrum valdaöflum fyllri gaum, ekki síst framgangi og forræði kirkju -
valds.9
Bindin eru efnismikil en ólík. The Norwegian Domination er um
flest aðgengilegra og almennara, eins konar inngangur sem ýtt er úr
vör með samantektum Imsens um Norgesveldet og skylda hugtaka-
notkun fyrr og síðar, Randi Bjørshol Wærdahls um megináherslur
rannsóknarhefðar og Jóns Viðars Sigurðssonar um sögulegan veru-
leika Noregsveldis. Í kjölfarið er hins vegar einna mestur skriður á
Helga Þorlákssyni og Patriciu Pires Boulhosu, sem bæði fást við
gamalkunn álitaefni um verslunar- og siglingatengsl Íslands á
síðmiðöldum. Helgi andmælir þeirri lífseigu skoðun að eftir þjóð -
veldið hafi Íslendingar misst öll tök á siglingum við landið og orðið
næsta áhrifalausir í verslunarmálum, konungur hafi ráðið lögum og
lofum;10 þvert á móti hafi Íslendingar verið töluvert atkvæðamiklir
um um fang og fyrirkomulag siglinga og verslunar, þótt vissulega
hafi konungur ráðið miklu til móts og hagsmunir beggja aðila gjarn-
an farið saman, enda ekki um togstreitu að ræða í öllum atriðum.
Boulhosa rær aftur á móti á aðferðarfræðileg mið og telur að nýleg-
ar fornleifarannsóknir á Vestfjörðum, ásamt agaðri textarýni, veki
efasemdir um réttmæti hefðbundinnar tímabilaskiptingar, í „land-
búnaðaröld“ fram til um 1300 og „fiskveiðaöld“ á síðmiðöldum
viðar pálsson178
8 Sjá einkum Steinar Imsen, Norges nedgang. Utsyn og innsikt (Ósló: Det norske
samlaget 2002); Steinar Imsen, Norsk bondekommunalisme fra Magnus Lagabøte til
Kristian Kvart 1. Middelalderen. 2. Lydriketiden. Skriftserie fra Historisk institutt
7 [síðara bindi] (Osló: Tapir Akademisk Forlag 1990–1994).
9 Sbr. áherslur og ályktanir í Ecclesia Nidrosiensis 1153–1537. Søkelys på Nidaros -
kirkens og Nidarosprovinsens historie. Ritstj. Steinar Imsen. Senter for middel -
alderstudier, NTNU, skrifter 15 (Þrándheimi: Tapir Akademisk Forlag
2003).
10 Sjá Grethe Authén Blom, Magnus Eiriksson og Island. Til belysning av periferi og
sentrum i nordisk 1300-talls historie. Det Kongelige Norske Videnskabers
Selskab, Skrifter 2 (Ósló: Universitetsforlaget 1983).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 178