Saga - 2012, Blaðsíða 221
Þórhall Bjarnarson hefði mátt rita hugmyndasögulega ævisögu en hann var af
fyrstu kynslóð „frjálslyndra“ guðfræðinga hér. Sá Þórhallur sem við kynn-
umst í Brautryðjandanum hefði hins vegar tæpast verið efni í sálfræðilega ævi-
sögu. Slíkar sögur ganga út frá að skýringuna á því hver við raunverulega
erum megi finna í „innra myrkri“ sem hún leitast við að lýsa upp að ein-
hverju marki (sjá síðar). Hugsanlegt er hins vegar að um hann hefði mátt
rita existensíella ævisögu sem greinir hvernig sögupersónan leitaðist við að
gæða líf sitt merkingu, samhengi eða tilgangi. Allur sá aragrúi bréfa sem
Þórhallur lét eftir sig ætti að geta gefið tilefni til slíks. Höfundurinn hefur
aftur á móti valið að rita starfssögu sem dregur upp mynd af framlagi sögu-
persónunnar til samfélagsins. Þar sem Þórhallur lauk ævinni sem biskup má
líta á Brautryðjandann sem biskupasögu. Hún væri þá svokallað „sýslulíf“,
sem var sá flokkur biskupasagna á miðöldum sem fremur lagði rækt við
ytra en innra líf biskupsins. Við lestur Brautryðjandans leitar sú hugsun
óneitanlega á að verið sé að lýsa ævi helgs biskups. Allavega má líta svo á
að verkið liggi einhvers staðar á mörkum starfssögu og æruminningar sem
hafi það markmið að reisa sögupersónunni verðugan minnisvarða. Í þessu
tilviki eru það þá afkomendur Þórhalls sem tekið hafa frumkvæði að þeirri
gjörð, en í samvinnu við þá er verkið samið og ber það þess vissulega merki
á jákvæðan og miður jákvæðan hátt.
Af framansögðu er ljóst að í Brautryðjandanum er aðaláherslan lengst af
lögð á ævistarf og félagsleg afskipti Þórhalls Bjarnarsonar. Minni rækt er
lögð við að greina persónu hans og innra líf. Þá er myndin sem dregin er
upp jákvæð — en hugsanlega ógagnrýnin að sama skapi. Á móti má segja
að sagan spanni hið víða starfssvið hans en ekki aðeins hinn kirkjulega þátt.
Má raunar segja að bóndinn og búnaðarfrömuðurinn skipi allt eins mikil-
vægan sess og guðfræðikennarinn og biskupinn. Þetta kemur vissulega
niður á dýpt verksins hvað hinn kirkjusögulega þátt þess áhrærir. Höfund -
inum hefur hins vegar tekist að ná markmiðum sínum og umbjóðenda sinna
með verkinu hvað breiddina áhrærir, enda er ekki gefið að höfuðframlag
Þórhalls hafi verið á sviði kirkjumála.
Bókin skiptist í fjóra hluta. Sá fyrsti spannar æskuna, uppvöxtinn, náms-
árin, upphaf starfsferilsins og ráðahaginn. Í þessum hluta er framvinda
verksins hæg og sú mynd sem fæst af Þórhalli, t.d. sem Hafnarstúdent, er
yfirborðsleg. Annar hlutinn nær yfir hina fjölbreyttu starfsævi fram að bisk-
upsdóminum og varpar ljósi á margháttuð félagsleg afskipti Þórhalls. Þriðji
hlutinn fjallar einkum um biskupsárin og sýnir hvernig Þórhallur dró sig út
úr veraldlegustu hlutverkum sínum og helgaði sig kirkjustjórninni auk
búskaparins. Fjórði hlutinn snýst loks um síðustu æviárin, eða tímann frá
því biskupsfrúin, Valgerður Jónsdóttir (f. 1863), lést 1913 og út ævina. Að
mati þessa lesanda er þetta áhugaverðasti hluti sögunnar. Allt aftur undir
þetta leitaði sú hugmynd sterkt á hvort Þórhallur hafi virkilega hvorki haft
skrokk né skugga og hvort lífið hafi aldrei reynt á hann á nokkurn hátt. Í ell-
ritdómar 221
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 221