Saga - 2012, Blaðsíða 111
kirkju færa og hefja úr heiðnum dómi og leggja niður. Úr kirkju færa
og láta þar deyja.27
Þarna kemur skýrt fram að ekki á að ala upp barn sem fæðist með
ákveðnum vanskapnaði, en skíra á barnið og síðan bera út úr kirkju
og láta deyja. Hér er leyfður útburður og/eða vanræksludráp á van-
sköpuðu barni. Ef gengið er út frá því að Ólafur hafi gert sömu kröf-
ur til Íslendinga og eigin landa um kristindóm, þá má draga þá
ályktun að lög um barnaútburð á Íslandi hafi verið sambærileg við
það sem fram kemur í kristinrétti eldri Gulaþingslaga. Því er ekki
ólíklegt að samskonar ákvæði um meðferð á vansköpuðu barni hafi
einnig gilt á Íslandi.
Börn án tilveruréttar
Í kristinrétti Frostaþings-, Eiðsivaþings- og Borgarþingslaga og
einnig í Bjarkeyjarrétti, verslunarlögum sem giltu fyrir bæinn Niðar -
ós (og jafnvel fleiri kaupstaði), er að finna samsvarandi ákvæði og í
Ólafs texta Gulaþingslaga um vansköpuð börn sem ekki þurfti að
ala upp, og má túlka sem óbeint leyfi til útburðar eða vanrækslu-
dráps á þessum börnum. Eins og tafla 1 sýnir er orðið „örkuml“
notað yfir meðfæddan vanskapnað, en mismunandi er hvaða van-
skapnaður lögin tilgreina og hvaða börn átti að skíra.28 Í Borgar -
þingskristinrétti er að finna lýsingar á átta mismunandi út gáfum
vanskapnaðar sem barn gat fæðst með. Barn með belg yfir andlits-
sköpum var prímsignt29 og líf þess látið fjara út, og síðan var það
grafið í kirkjugarði. Barn sem fæddist með fætur sem sneru öfugt,
höku milli herða, hnakka framan á brjósti, kálfa framan á fótunum
(snúna fætur), augu aftan í hnakka, selshreifa og hundshöfuð átti
ekki að færa til kirkju til skírnar heldur fara með það á afvikinn stað,
fjarri mönnum og fénaði. Í kristinrétti Eiðsivaþingslaga er auk skírn-
arkaflans að finna ákvæði sem varða meðferð á vansköpuðum börn-
um í fleiri köflum. Í fimmta kafla, sem ber yfirskriftina „Um oukt
vansköpuð börn 111
27 Norges gamle Love indtil 1387 IV, bls. 5 og 491.
28 Norges gamle Love indtil 1387 I. Útg. Rudolf Keyser og Peter Andreas (Kristjanía:
Gröndahl,1846–1849), bls. XI, 12, 13, 130–131, 231, 303, 339, 375–377 og 395;
Elias Wessén, „Bjärköarätt“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder II,
(Reykja vík/Kaupmannahöfn: Ísafold/Rosenkilde og Bagger 1956) d. 655–658.
29 Gert krossmark yfir barninu og þar með var það meðtekið í samfélag kristinna
manna. Norges gamle Love indtil 1387 V, bls 499.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 111