Saga - 2012, Blaðsíða 33
Linda Colley: Í rannsóknum mínum á gerð stjórnlaga og mótun
heimsvelda frá 1776 hef ég verið hverfa aftur til makró-sögunnar en
þó ekki til ópersónulegrar sögu. Eins og þekkt er einkenndist tíma-
bilið í kjölfar 1776 af byltingum af tvennum toga sem höfðu varanleg
og alþjóðleg áhrif: Annars vegar var stigvaxandi iðnbylting í
Bretlandi og hins vegar röð meiriháttar byltinga í Norður- og Suður-
Ameríku, Frakklandi, Haítí og víðar. Á þessu tímabili — og það má
að hluta rekja til þessara byltinga — var farið að setja fram skrásett-
ar stjórnarskrár, í grundvallaratriðum nýjar. Þegar komið var fram
um 1820 höfðu á meginlandi Evrópu einu saman verið skrásettar að
minnsta kosti 50 stjórnarskrár og á næstu þremur áratugum voru
gerð drög að 80 til viðbótar, mörg hver í löndum Rómönsku-
Ameríku. Þessi útbreiðsla skrásettra stjórnarskráa varð í reynd og
með tímanum nánast óstöðvandi. Samt sem áður hafa slíkar stjórn-
arskrár, þótt þær séu bæði þverþjóðleg og alþjóðleg fyrirbæri, eink-
um verið rannsakaðar í samhengi við sögu einstakra þjóða og þá
gjarnan frá talsvert þröngu lagalegu sjónarmiði. — Í þeirri bók sem
ég vinn nú að langar mig að setja tilurð og útbreiðslu skrásettra
stjórnlaga eftir 1776 í víðara og fjölbreyttara textalegt og menning-
arlegt samhengi og horfa sérstaklega til tengslanna við mótun og
þróun heimsvelda eða fjölþjóðlegra ríkja. Eins og ég sagði eru skrá-
settar stjórnarskrár samkvæmt venju — og að nokkru leyti línulega
og með nánast sigrihrósandi hætti — tengdar linnulausum upp-
gangi sjálfstæðra þjóðríkja. Samt sem áður og af gildum ástæðum,
eins og ég sýni fram á, gripu heimsveldin einnig endurtekið til þess-
ara meðala, og það var raunar svo alveg frá upphafi. Hin nýju
Bandaríki notuðu alríkisstjórnarskrána frá 1787, auk stjórnarskráa
einstakra sambandsríkja, til þess að binda saman þetta víðáttumikla
heimsveldi sitt. Hvað eftir annað lagði Napóleon drög að stjórnar-
skrám og beitti þeim til þess að móta og hafa stjórn á hinu evrópska
veldi sínu. Japanir, Ottómanar, Spánverjar, Brasilíumenn, Sovét -
menn, Kínverjar og — sem er athyglisvert — Bretar beittu einnig
þessu tæki til þess að framkvæma og stjórna þeim fjölbreyttu birt-
ingarmyndum sem stýring heimsveldanna tók á sig. Sú staðreynd
að margar stjórnarskrár hafa mótast eða orðið fyrir áhrifum af mis-
munandi gerðum heimsvelda á einhverjum tíma skiptir enn miklu
máli. Svo dæmi sé tekið hefur stjórnarskrá Indlands, sem gekk í
gildi árið 1949, að mörgu leyti reynst sérlega farsæl og dugað
Indverjum býsna lengi — miðað við aðrar stjórnarskrár í eftirlend-
um. En eins og ég var minnt á þegar ég heimsótti Dehli í desember
bretar að heiman 33
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 33