Saga - 2012, Blaðsíða 144
átök utan veggja Alþingis. Einkum er vert að skoða mismunandi
hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslur og hlutverk forseta Íslands
en til hans leituðu andstæðingar samningsins.
Hafa má til marks um almenna viðurkenningu íslenskra stjórn-
málamanna á virkum fullveldisrétti þjóðarinnar að allir flokkar
töldu sjálfsagt og eðlilegt að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um
herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna 1945. Ólafur Thors taldi sjálfur
sennilegast að þjóðin hafnaði henni, því að hlutleysisstefnan hvíldi á
rótgróinni sögulegri hefð í vitund þjóðarinnar. Einnig yrðu Banda -
ríkjamenn gerðir ábyrgir fyrir að valda með kröfum sínum falli Ný -
sköpunarstjórnar og stjórnarkreppu í landinu þar á eftir.3
Fyrstu tvær vikur októbermánaðar 1945 var herstöðvabeiðni
Bandaríkjamanna einungis á vitorði íslenskra ráðamanna, ráðherra
og alþingismanna. Náin tengsl voru á milli stjórnmálaflokkanna og
dagblaðanna, sem einfaldlega birtu ekki fréttir af innlendum stjórn-
málum nema með leyfi forystumanna í viðkomandi flokki. Yfirleitt
fékk almenningur einungis vitneskju um það sem einhver stjórn-
málaflokkur vildi að rataði til fólks. Með útkomu blaðsins Útsýnar
15. október 1945 varð á þessu breyting sem átti eftir umbylta allri
umfjöllun Íslendinga um beiðni Bandaríkjamanna um varanlegar
herstöðvar í landinu.4 Á forsíðu fyrsta tölublaðs Útsýnar var ljóstrað
upp um herstöðvaóskir Bandaríkjanna undir stórri fyrirsögn: „Á
Ísland að gerast hjáleiga Bandaríkjanna? Þau vilja leigja bækistöðvar
hér fyrir lofther og flota, um langan tíma“.5
Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Mótmælaalda reis í landinu
þar sem þess var krafist að ekki yrði léð máls á neinum erlendum
herstöðvum í landinu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Bandar -
ískur her ætti að fara frá Íslandi þegar í stað í samræmi við her-
verndarsamning ríkjanna frá 1941. Allt annað væri hrein svik og
tilræði við nýfengið sjálfstæði og yfirlýsinguna um ævarandi hlut-
svanur kristjánsson144
3 Matthías Johannessen, Ólafur Thors — Ævi og störf II (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið 1981), bls. 34–37.
4 Ritstjóri Útsýnar var Finnbogi Rútur Valdimarsson, einn snjallasti blaðamaður
og stjórnmálamaður landsins. Á þessum tíma var hann á milli vita í íslenskum
stjórnmálum, hafði verið um hríð einn af forystumönnum Alþýðuflokksins og
ritstjóri Alþýðublaðsins 1933–1938, en varð hins vegar viðskila við þann flokk án
þess að ganga til liðs við aðra.
5 Útsýn. Óháð fréttablað 15. október 1945. Sverrir Jakobsson lýsir þessum atburð -
um í grein, „Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963“, Dagfari— tímarit Samtaka
her stöðva andstæðinga, 1/26 (2000), bls. 28–39.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 144