Saga - 2012, Blaðsíða 69
með öðrum skýrslum í þingtíðindum sem væru útbreidd og lesin
um nær allan heim:107
Menn hafa þannig fengið að vita að Íslendingar væru sérstök þjóð, með
sérstakri löggjöf, því að eins þær sérstöku þjóðir, sem hafa löggjafandi
þing, hafa rétt til að vera í sambandinu. Auk þess hafa menn kynnst
mentunarástandi og löggjöf vorri í gegnum skýrslur þessar í ýmsum
efnum. Og það er óhætt að fullyrða að sú þekking hafi aukið virðingu
fyrir þessari litlu þjóð.
Bríet sagðist telja vafamál hvort þeir fulltrúar sem sendir hafi verið
út um heiminn af Alþingi og kostaðir af almannafé hafi kynnt
landið betur eða gert það af meiri sæmd en Kvenréttindafélag
Íslands. Félagið fengi þó engan styrk til þessara landkynninga en
ætti hann þó skilinn umfram ýmsa, sem ekki voru þó nefndir á
nafn.
Ábending Bríetar um kynningarstarf Kvenréttindafélagins á við
full rök að styðjast. Sú landkynning sem Ísland fékk vegna starfs
kvenréttindakvenna var mjög jákvæð. Hér framar var sagt frá grein
Kristine Frederikson í hinu stóra riti Theodore Stantons, árið 1884,
um kvenréttindahreyfinguna í Danmörku. Þar kom fram að marg-
ar íslenskar konur hefðu öðlast kosningarétt til sveitarstjórna árið
1882, en þann rétt höfðu engar danskar konur fyrr en árið 1908. Árið
1911 tóku gildi lög hér á landi sem kváðu á um jafnrétti karla og
kvenna til náms og embætta. Jafnrétti til náms hafði víða verið tekið
upp þegar þarna var komið sögu, bæði í Evrópu og í Banda ríkj un -
um. Ísland var hins vegar forgönguland þegar kom að lagasetningu
um embættisgengi kvenna. Þetta var kynnt á þinginu í Stokkhólmi,
kom fram í þingtíðindum sem dreift var um heimsbyggðina, og
þótti bæði aðdáunar- og athyglisvert.
Frásagnir af þinginu í Stokkhólmi birtust í tveimur tölublöðum
Kvennablaðsins í ágúst 1911.108 Það sátu um 1200 manns, þar af um
500–600 fulltrúar frá 22 löndum sem nú voru í sambandinu, og
sýndi flagg fyrir framan stólaröðina frá hvaða landi fulltrúarnir
voru. Og nú gerðust stórpólitísk tíðindi: Fyrir framan stóla Íslands
var tvílitt merki, blátt og hvítt, þ.e. bláhvíti fáninn. Bríet sendi þeim
bæði bláhvíta flaggið og fálkamerkið, að beiðni Carrie Chapman
Catt, til þess að hafa í sölu- og kynningarbás með kvenréttindalitte-
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 69
107 Kvennablaðið 17. árg. 8. tbl. 31. ágúst 1911, bls. 58.
108 Kvennablaðið 17. árg. 7. tbl. 10. ágúst 1911, bls. 53–55; Kvennablaðið 17. árg. 8.
tbl. 31. ágúst 1911, bls. 57–58.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 69