Saga - 2012, Blaðsíða 84
hreppi á Hornströndum vísa Kristinn Kristmundsson og Þór leifur
Bjarnason í dánarbú um heildareign manna. Guðrún Ása Gríms -
dóttir rekur tiltæk bú í riti um Grunnavíkurhrepp og Kjartan Ólafs-
son vísar í skiptagögn í bók um Vestur-Ísafjarðarsýslu.14 Jón Hjalta -
son segir frá dánarbúi Einars Ásmundssonar Hjaltested kaupmanns
á Akureyri árið 1802. Ásgeir Ásgeirsson tekur dæmi af lausafjáreign
fólks í Stykkishólmi á síðari helmingi 19. aldar og Þorleifur Óskars-
son sýnir eignasafn auðugra sem fátækra kvenna í Reykjavík árin
1804 og 1862.15 Dánarbú og uppboð eftir Gróu Sigurðardóttur hús-
konu á Hofsstöðum í Hálsasveit, sem varð úti árið 1911, birtist í
heilu lagi á prenti í fyrra.16 Loks hafa dánarbúsuppskriftir og skipti
nýst við ritun ævisagna og nægir að nefna bækur Steingríms
J. Þorsteinssonar um Jón Thoroddsen árið 1943, Sveins Skorra
Höskulds sonar um Gest Pálsson árið 1965 og nú síðast Margrétar
Gunnarsdóttur um Ingibjörgu Einarsdóttur frá í fyrra.17 Þá birti Jón
Helgason ritstjóri árið 1968 grein um flókinn málarekstur sem lauk
með endurheimt arfs eftir Björn Magnússon beyki sem lést mold-
ríkur á íslenskan mælikvarða í Höfðaborg í Suður-Afríku árið
1827.18
már jónsson84
14 Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason, Sléttuhreppur fyrrum Aðalvíkur -
sveit. Byggð og búendur (Reykjavík: Átthagafélag Sléttuhrepps 1971), bls. 19, 39,
66 og víðar; Guðrún Ása Grímsdóttir, Grunnvíkingabók I. Mannlíf í Grunna -
víkurhreppi. Þættir úr byggðarsögu (Reykjavík: Grunnvíkingafélagið 1989), bls.
80–81, 191, 242–247, 264–265 og 274–275; Kjartan Ólafsson, Firðir og fólk 900–
1900. Vestur-Ísafjarðarsýsla. (Reykjavík: Búnaðarsamband Vestfjarða 1999), bls.
507.
15 Jón Hjaltason, Saga Akureyrar I. 890–1862. Í landi Eyrarlands og Nausta (Akur -
eyri: Akureyrarbær 1990), bls. 53; Ásgeir Ásgeirsson, Saga Stykkishólms. Miðstöð
Vesturlands 1845–1892 (Stykkishólmur: Stykkishólmsbær 1997), bls. 346–347,
355 og 359–360; Þorleifur Óskarsson, Saga Reykjavíkur — í þúsund ár. 870–1870.
Fyrri hluti (Reykjavík: Iðunn 2002), bls. 312; Saga Reykjavíkur — í þúsund ár.
870–1870. Síðari hluti (Reykjavík: Iðunn 2002), bls. 318 og 435.
16 Dagbjartur Dagbjartsson, „Varðan hennar Gunnu“, Borgfirðingabók 2011, bls.
152–159.
17 Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans (Reykjavík:
Helgafell 1943), bls. 74–85; Sveinn Skorri Höskuldsson, Gestur Pálsson. Ævi og
verk (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1965), bls. 340, 348, 371 og 489;
Margrét Gunnarsdóttir, Ingibjörg. Saga Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns
Sigurðssonar forseta (Reykjavík: Bókafélagið Ugla 2011), bls. 40, 77, 121–122 og
136; sbr. Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til
samtíðar (Reykjavík: Sögufélag 2011), bls. 61–65.
18 Jón Helgason, Vér Íslands börn I (Reykjavík: Iðunn 1968), bls. 104–127.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 84