Saga - 2012, Blaðsíða 19
meistara sinna í Danmörku. Lífleg deildskipting úthliða Nathan &
Olsen-hússins, með framskotum, útskotum, göflum og brjóstvarnar-
tönnum, minnir þess vegna í sundurgerð sinni frekar á ráð húsið í
Kaupmannahöfn eftir Nyrop en byggingar Eliels Saarinen, og bygg-
ingarskreyti Nathan & Olsen-hússins í nýbarokkstíl svipar fremur til
danskra miðbæjarbygginga en bygginga finnska meistarans.29
Skýrasti munurinn kemur þó fram í vali á byggingarefni. Í Dan -
mörku notuðu þjóðernisrómantískir arkitektar yfirleitt venjubundið
sýnilegt múrverk, en í Finnlandi klæddu skoðana- og starfsbræður
þeirra úthliðar bygginga sinna með graníti, sem taldist þar í landi
öðru byggingarefni þjóðlegra og því táknrænt fyrir þjóðernisróm-
antík í byggingarlist.30 Guðjón hallar sér á hinn bóginn að stein-
steypunni, sem á þessum árum hafði rutt sér til rúms á Íslandi.
Þannig lét hann byggingarmeistarana Jens Eyjólfsson (1879–1959) og
Kristin Sigurðsson (1881–1944) ekki aðeins steypa upp veggina
sjálfa, og gera bygginguna á þann hátt fokhelda, heldur einnig
útfæra í steypu mestan hluta hins ytra byggingarskreytis, og verður
það að teljast harla vel í lagt.31
Á samsvarandi hátt var vandað til byggingarinnar allrar, bæði
innréttinga og búnaðar: Til að mynda var marmari lagður á stiga og
víðar, höggmyndir eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal (1895–1963)
prýða stigahús og yfir hornsúlunni á húshorninu horfir „töfrakarl“
(eins og Jónas frá Hriflu kallar hann, þ.e. chimera) úr steini út á
gatnamótin, og mun hann vera eftir Einar Jónsson (1874–1954).
Sömuleiðis var mikið lagt í tæknibúnað hússins. Þannig var sérstök
rafstöð reist sunnan hússins til að sjá því fyrir orku, þar til raf-
magnsveita bæjarins kom til sögunnar, og ennfremur var lyfta sett í
það, og var hvort tveggja nýmæli í íslenskum byggingum.32
Starfsemi í húsinu
Stórhýsi Nathan & Olsen stendur á mikilvægum stað í hjarta Reykja -
víkur, og við byggingu hússins var, eins og áður segir, vandað til
verslunarhús nathan & olsen … 19
29 Sbr. t.d. Knud Millech, Danske arkitekturstrømninger 1850–1950, bls. 253–259.
30 Um þessa hrifningu á náttúrugrýti, sjá Sixten Ringbom, Stone, Style and Truth,
bls. 28–51 og 94–187.
31 Sjá Hjörleifur Stefánsson o.fl., Kvosin, bls. 161.
32 Jónas Jónsson o.fl., Íslenzk bygging, bls. 116; Hjörleifur Stefánsson o.fl., Kvosin,
bls. 161–162.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 19