Saga - 2012, Blaðsíða 234
hafði milligöngu um að kaupa hina aðskiljanlegustu hluti í höfuðstaðnum
fyrir fólk út um allt Ísland. Þessi fyrirgreiðsla skipti miklu máli fyrir stjórn-
málastarf Jóns Sigurðssonar, því að með greiðasemi sinni reið hann þétt net
persónulegra tengsla við landsmenn sína sem gögnuðust honum vel í
stjórnmálabaráttunni. Stundum má lesa úr slíkri greiðvikni ákveðna aðferð
til að leita sátta þegar slest hafði upp á vinskap hans og fornra vina, eins og
sjá má af samskiptum Boga Thorarensens sýslumanns og Jóns eftir harða
rimmu og vinslit um tíma vegna ólíkra viðhorfa þeirra til kláðamála. Árið
1864 skrifar Bogi — sem búið hafði hjá þeim Ingibjörgu og Jóni á námsárum
sínum í Höfn (bls. 86 og 189) — til Jóns og fer þess á leit að hann biðji
Ingibjörgu að kaupa efni í kjól handa konu sinni og hárskraut (bls. 174).
Slíkir greiðar voru Jóni greinilega mikilvægir, og þótt honum hafi verið
ýmislegt til lista lagt þá þurfti hann aðstoð konu sinnar til að sinna erindum
af þessu tagi, eins og Margrét rekur skilmerkilega og á sannfærandi hátt í
bókinni (einkum bls. 171–180).
Ingibjörg aðstoðaði mann sinn dyggilega á annan hátt í þessu tengsla -
stússi, því að dagleg umsjón heimilisins lenti að mestu á hennar herðum
(með aðstoð vinnufólks væntanlega) og heimili þeirra var, eins og kunnugt
er, mikilvægur samkomustaður Íslendinga í Kaupmanna höfn um árabil. Þar
sátu meðal annarra námsmenn — og tilvonandi embættismenn á Íslandi —
við fótskör stjórn málaskörungsins Jóns Sigurðssonar, og margir þeirra urðu
síðar meðal aðdáenda hans. Mar grét líkir þessu við svokallaða salóna sem
tíðkuðust í ýmsum borgum Evrópu á fyrri tíð (bls.128–135), og þá ekki síst í
París á tímum upplýsingarstefnunnar. Sú samlíking á vissan rétt á sér þótt
hér hafi greinilega verið um mjög óvenjulegan salón að ræða. Á heimili sínu
réð Jón ríkjum, enda fóru samkomurnar fram á hans heimavelli. Þær voru
tæplega haldnar til þess að halda uppi krítískri umræðu um málflutning
Jóns og skoðanir, a.m.k. ef marka má lýsingu Björns M. Ólsens af slíkum
fundum á Østervoldgade á síðustu árum Jóns. Þar talaði Jón „‚eins og sá
sem vald hafði‘ um íslensk stjórnmál …“ (bls. 134), segir Björn, og Jón var
ekki beinlínis þekktur fyrir að taka gagnrýni vel. En hvert sem eðli fund -
anna var þá virðast það ekki síst hafa verið félitlir stúdentar sem löðuðust
að trakteringum húsfreyjunnar, hvort sem þunnt púns eða íslenskt saltkjöt
var á borðum.
Í þriðja lagi birtist í bókinni óvenju nákvæm lýsing á heimilishaldi
íslensks millistéttarfólks í Kaupmannahöfn á 19. öld, því að þótt heimildir
um lífsviðhorf Ingibjargar séu tiltölulega fátæklegar, þá nýtur Mar grét þess
við lýsingar á heimilisbragnum að þau hjón voru hirðusöm um ýmislegt
sem laut að heimilisbókhaldinu. Margrét notar þessar heimildir á hugvit-
samlegan hátt og þá ekki síst ýmsa minnismiða og innkaupalista sem varð -
veist hafa í skjalasafni Jóns (t.d. bls. 167–180). Ýmislegt er þó enn óljóst í
þessum efnum; til að mynda geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað
vinnufólkið gerði á heimilinu, en þau Ingibjörg og Jón höfðu jafnan vinnu-
ritdómar234
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 234