Saga - 2012, Blaðsíða 95
smáatriðum og verða ekki raktar hér, en rétt að geta þess að ákveðið
var 27. nóvember 1816 að leggja niður skiptarétt kirkjunnar. Fram -
vegis áttu sýslumenn að annast geistleg skipti líka.53 Skipta bækur
klerkdómsins, sem nokkuð er til af, heyrðu sögunni til.
Ný erfðalög 25. september 1850 breyttu litlu um framkvæmd
skipta, þótt þau mörkuðu tímamót að öðru leyti með því að innleiða
jafnan arf dætra og sona, í stað þess að dæturnar fengju helming á
móti sonunum eins og kveðið var á um í Jónsbók frá 1281 og
Norsku lögum 1687. Þó var rýmkað um heimildir eftirlifandi maka
til að sitja í óskiptu búi: „Ekki er maður skyldur að skipta arfi eptir
konu sína andaða með börnum þeirra ómyndugum, alla þá stund
sem hann ekki kvongast á ný“. Ekkjur höfðu ekki sjálfkrafa þennan
rétt, heldur gat eiginmaðurinn fyrir andlátið veitt slíka heimild eða
amtmaður að honum látnum, þó aðeins „ef hún sannar með áreið -
an legum vitnisburðum að hún sé ráðdeildarsöm kona, er kunni vel
að fara með fé sitt“.54 Róttækar breytingar voru svo gerðar á megin -
þáttum skiptameðferðar með nýjum skiptalögum 12. apríl 1878.
Miklu skiptir fyrir varðveislu dánarbúa að nú mátti komast hjá
opinberum skiptum, jafnvel þótt erfingjar væru ómyndugir, tækist
samkomulag um það með myndugum erfingjum og fjárhalds-
mönnum hinna: „Í annan stað má skiptaráðandi framselja erfingjum
dánarbú … ef fulltíða erfingjar og fjárhaldsmenn ófulltíða og fjar-
staddra erfingja allir samt beiðast þess“.55 Þetta olli því að dánar-
búsuppskriftum fækkaði (sjá bls. 97).
Varðveislan
Skiptabækur sýslumanna eru undirstaða athugana á eftirlátnum eig-
um fólks. Í þeim birtist niðurstaða ferlis sem hófst með andláti og
uppskrift dánarbús en lauk með arfaskiptum, að búið var gert upp.
Varðveisla þessara bóka á 19. öld er fádæma góð. Öll árin eru til að
mynda varðveitt í Rangárvallasýslu, Borgarfjarðarsýslu, Stranda -
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 95
53 Lovsamling VII, bls. 641.
54 Lovsamling XIV, bls. 613–614. Um erfðaréttarákvæðin sem slík, sjá grein mína
„Døtres arvelod i perioden 1160–1860“, Arverettens handlingsrom: Strategier,
relasjoner og historisk utvikling, 1100–2000. Ritstj. Einar Niemi (Tromsø: Orkana
Akademisk 2011), bls. 78–80.
55 Magnús Stephensen og Lárus E. Sveinbjörnsson, Lögfræðisleg formálabók.
Leiðarvísir fyrir alþýðu (Reykjavík: Kristján Ó. Þorgrímsson 1886), bls. 165; sbr.
Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1878 (Reykjavík 1878), bls. 36; gr. 74.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 95