Saga - 2012, Blaðsíða 37
sem gengur út frá því að félagshreyfingar á ofanverðri 20. öld séu
ný tegund hreyfinga með önnur markmið og annað skipulag en
áður tíðkaðist.5 Kvenfélög og blöð sem stofnuð voru kringum alda-
mótin 1900 lifi t.d. enn góðu lífi á Norðurlöndum og víðar í Evrópu
og baráttan snúist a.m.k. að hluta til um sömu málefni. Kristín tekur
undir þessi sjónarmið Dahlerup, og það verður einnig gert hér. Flest
þeirra kvenfélaga sem stofnuð voru hér á landi kringum aldamótin
1900 lifa enn, og baráttumálin eru um flest hin sömu og þá: að bæta
hag kvenna og vinna að kvenréttindum í víðasta skilningi.
Alþjóðlegi þátturinn verður seint ofmetinn í rannsóknum á þeim
miklu félagshreyfingum sem risu í Evrópu og Bandaríkjunum um
miðbik 19. aldar og börðust á einn eða annan hátt fyrir auknu
lýðræði, eins og bandaríski félagsfræðingurinn John Markoff bendir
á.6 Félags hreyfing í einu landi fylgist með sambærilegum hreyfing-
um í öðr um löndum, og ráðamenn fylgjast einnig með ráðamönnum
í öðr um löndum. Útkoman getur orðið sú að upp rís alþjóðleg
bylgja sem stundum er borin uppi af félagshreyfingum, stundum af
ráðamönnum og stundum af báðum aðilum. Félagshreyfingar ber -
ast yfir landamæri í ýmsu formi; þar má nefna að fólk tekur upp
félagaform sem hefur gefist vel annars staðar, baráttuaðferðir eru
endurnýttar og fólk ferðast milli landa til þess að kynna sér málstað
og/eða kynna málstað.7 Hér verður spurt hvort hin alþjóðlega
kvennabarátta hafði áhrif á íslenskar konur og þá á hvaða hátt. Við
rannsóknina er stuðst við áður ókannaðar heimildir sem varpa nýju
ljósi á tengsl íslenskra kvenna við alþjóða-kvenfrelsisbaráttu á ofan-
verðri 19. öld og á fyrstu áratugum 20. aldar.8
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 37
5 Drude Dahlerup, „Continuity and Waves in the Feminist Movement — A
Challenge to Social Movement Theory“, Crossing Borders. Re-mapping Women’s
Movements at the Turn of the 21st Century (Odense: University of Southern
Denmark 2004), bls. 59–78.
6 John Markoff, Waves of Democracy. Social Movements and Political Change
(Thousand Oakes: Pine Forge Press 1996), bls. 20.
7 John Markoff, Waves of Democracy, bls. 29–31.
8 Grein þessi væri ekki sú sem hún er ef Landsbókasafn Íslands − Háskólabóka safn
hefði ekki, snemma árs 2011, keypt aðgang að gagnasafninu „Women and Social
Movements, International, 1840 to the present“. Á sama tíma fékk safnið aðgang
(til reynslu) að gagnasafninu „The Gerritsen Collection of Aletta H. Jacobs“. Þar
fann ég ýmsar heimildir um alþjóðafundi kvenna og einnig um Sigríði
Magnússon í Cambridge. Rafrænn aðgangur að kvennatímaritum hjá systur-
stofnunum Kvennasögusafns Íslands í Kaupmannahöfn og Gautaborg, Kvinfo og
Kvinnsam, var mjög hjálplegur, svo og vefur Landsbókasafns, www.timarit.is.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 37