Saga - 2012, Blaðsíða 190
Hreyfiöfl sögulegra breytinga
Ritgerðin vekur spurningar um þau hreyfiöfl sem höfðu áhrif á mótun kyn-
gervis. Erla Hulda nefnir t.d. í niðurstöðukafla sínum nokkur svið þar sem
mótun kyngervis fór fram: „inni á heimilum, innan kirkjunnar og með
menntun, hvort sem hún átti sér stað inni á heimilum eða á skólum“ (bls.
344). Til viðbótar nefnir hún aukna blaðaútgáfu á þremur síðustu áratugum
19. aldar og síðan sendibréfin, sem hún kallar einn „mikilvægasta“ vett-
vanginn fyrir „örlitla einkauppreisn“ kvenna (bls. 344). Í ritgerðinni er lítið
rætt um hlutverk kristinnar kirkju, en líklega er það niðurstaða höfundar að
kirkjan hafi ekki verið eitt af þeim hreyfiöflum sem bjuggu nútímans konur
til. Getur verið að þjónar kirkjunnar, sem höfðu ekki aðeins skyldum að
gegna innan guðshúsa heldur einnig í almennri uppfræðslu íslenskra ung-
menna, hafi jafnvel staðið gegn breytingum í þeim anda að gera konur að
fullgildum einstaklingum? Ljóst er allavega að skýra hefði þurft út af hverju
kirkjan kemur svo lítið við sögu í ritgerðinni.
Einnig mætti spyrja hvort sú saga sem ritgerðin segir af mótun kyn-
gervis sé flóknari en fram kemur. Höfundur virðist raunar vera þeirrar
skoðunar að hreyfiöflin eða sviðin séu fleiri en hér á undan voru nefnd,
enda sýnir ritgerðin að svo var. Greiningin á því hvernig kaup kvenna á
saumavélum gátu haft samfélagslegar afleiðingar er aðeins eitt dæmi um
það (sjá bls. 264). Sumar konur gátu, í krafti þess að hafa eignast saumavél,
boðið fram þjónustu sína á markaði. Það skapaði ekki aðeins nýja tekjulind
fyrir viðkomandi konur, heldur studdi þessi þróun við tilurð nýrrar vit-
undar um að geta verið sjálfstæður einstaklingur. Hér var um innflutta
nýjung að ræða, eina af fjölmörgum afurðum tæknibyltingarinnar á Vestur -
löndum.
Nefna má fleiri breytingar á lífsháttum fólks. Gísli Ágúst Gunnlaugsson
sagnfræðingur skrifaði grein í Nýja sögu, fyrir réttum 20 árum, um það
þegar steinolíulampinn fór að taka við af lýsislampanum sem helsti ljós-
gjafinn í íslenskum híbýlum á 8. áratug 19. aldar. Þessi tækninýjung, ásamt
vaxandi velmegun, gerði fólki auðvelt að lýsa upp fleiri en eitt rými. Jafn -
framt varð erfiðara að miðstýra eða ráða yfir ljósinu, þannig að möguleikar
hvers og eins, og þ.á m. kvenna, til að leita sér upplýsinga(r) urðu rýmri.
Hér erum við að tala um beina reynslu fólks af breyttum aðstæðum. Getur
verið að það séu fleiri slík atriði sem horfa þarf til í leit að rótum og skýring-
um á því að hugmyndin um „nútímans konu“ fékk stuðning hérlendis?
Getur verið að nýjar aðstæður hafi einfaldlega knúið fram eða stutt við hug-
myndina um hana? Og með nýjum aðstæðum er ég ekki aðeins að vísa til
tækninýjunga heldur einnig til stærri breytinga, t.d. Vesturheims ferða og
aukinnar veltu í samfélaginu, m.a. vegna meiri hákarlaveiða og vaxandi
útflutnings á saltfiski. Í stuttu máli sagt vaknar sú spurning við lestur rit-
gerðarinnar hvort hreyfiöflin séu ekki fleiri en þar koma við sögu.
andmæli190
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 190