Saga - 2012, Blaðsíða 137
hvenær endanlega var horfið frá hugmyndum af því tagi. Einu
sinni sá ég fundargerðir bankaráðs Búnaðarbankans,31 m.a. frá
fundi ráðsins 25. mars 2003 en það var fyrsti fundur þess eftir að
fulltrúar S-hópsins tóku þar sæti (þar á meðal nýnefndur Michael
Sautter sem sat þar af hálfu þýska hluthafans32) og hinn síðasti
áður en fram kom formlegt boð Kaupþings um sameiningu. Nú má
ætla að bankaráðsmenn hafi sumir hugsað fleira en þeir höfðu orð
á eða rataði í fundargerð. En í hinum bókuðu umræðum var vikið
að þremur möguleikum. Rætt var hvort taka skyldi upp viðræður
við Lands bankann um sameiningu, en að öðrum kosti var talið lík-
legt að Kaupþing myndi sameinast annaðhvort Landsbanka eða
Búnaðar banka. Auðvitað gætu þessar umræður verið reykbomba.
Samt er torséð, ef menn vildu leyna þegar gerðu samkomulagi við
Kaup þing, að þeir hafi í þessum félagsskap þurft að fara svona
stóran sveig framhjá sannleikanum; þeir gátu stungið upp á
viðræðum við Kaupþing án þess að upplýsa hve langt þær voru
þegar komnar. Þessir þrír sameiningarkostir eru reyndar í góðu
samræmi við kynningu sem DV sagði að Société générale hefði lagt
fyrir S-hópinn (stjórnir aðildarfélaganna) um miðjan nóvember og
virðist gerð í ljósi úttektarinnar dýru á bankamálum landsins. Þá
var opinbert að hópurinn myndi kaupa Búnaðarbankann, ekki
Landsbankann. Ráðgjafarnir töldu að Búnaðarbankinn „hentaði vel
til sameiningar við margs konar fjármálastofnanir“, fóru yfir hugs-
anlega sameiningu við Landsbankann, Íslandsbanka og Kaupþing
og mátu Landsbankann besta kostinn.33 Þetta gerist eftir viðræður
forráða manna Kaupþings og S-hópsins í október og bendir a.m.k.
ekki til að S-hópurinn hafi á þessu stigi talið samninga í höfn um
í tröllahöndum 137
31 Í skjalasafni Búnaðarbankans, þá í vörslu Kaupþings, nú væntanlega Arion
banka.
32 Hann hafði, að eigin sögn, útvegað þennan þýska banka þegar loks kom í ljós
að Société générale sjálft vildi ekki kaupa í Búnaðarbankanum af ástæðum sem
raktar eru í Fréttablaðinu, „Fimmtíu milljarða einkavæðing,“ bls. 15. Í nóvem-
ber hafði Sautter gert ráð fyrir að annaðhvort yrði Société générale sjálft hlut-
hafi eða þá norrænn banki sem lýst hefði áhuga (Þórður Snær Júlíusson,
„Einkavæðing bankanna. Búnaðarbankanum stýrt í rétta átt“, bls. 15, fyrirsögn
„Societe General verður Hauck & Aufhauser“).
33 „Sameining forsenda fyrir árangri í bankakerfinu“, DV 22. nóvember 2002, bls.
1. Hér er Société générale kynnt sem „fjárhagslegur bakhjarl S-hópsins svo-
nefnda“. Þó virðist S-hópurinn ekki hafa átt kost á lánsfé hjá franska bankanum
þótt til greina kæmi að hann tæki beinan þátt í kaupunum.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 137