Saga - 2012, Blaðsíða 208
norræn velferðarstefna hefur þróast sem afleiðing samvinnu, samkeppni og
pólitísks samanburðar, þ.e. „hvad er nordisk, hvad er nationelt og hvad er
internationelt i nordiske välfärdsmodeller“ (bls. 23). Í þessu skyni hefur
hver höfundur aflað sér þekkingar á málaflokknum á Norðurlöndum í heild
eða a.m.k. í tveimur/þremur þeirra. Ljóst er þó að einstakir höfundar hafa
svarað þessari tilætlun misvel.
Ólöf Garðarsdóttir ber höfuðábyrgð á fyrsta meginkaflanum, „Barn -
dom arnas demografi i Norden“ (bls. 31–84) — lýðfræði barnæsku á Norður -
löndum. Ólöf er sérfróð um efnið, hefur áður tekið þátt í ýmsum samnor-
rænum fólksfjöldaverkefnum. Sýnt er fram á að á fyrri helmingi 20. aldar hafi
orðið mjög örar breytingar á Norðurlöndum bæði á fæðingar- og dánartíðni.
Um aldamótin 1900 eignaðist hver kona að jafnaði 4–5 börn á ævinni en um
1940 var talan komin niður í 2–3 börn, mismunandi eftir löndum. Ólöf
bendir á m.a. að á allra síðustu áratugum hefur ekki dregið jafnmikið úr
fæðingum á Norðurlöndum og í öðrum Evrópu löndum, og hefur þó at vinnu -
þátttaka kvenna óvíða verið meiri. Þessu hafi ekki hvað síst valdið félagsleg-
ar velferðarráðstafanir, t.d. greiður aðgangur fjölskyldna að leikskólum.
Það gefur að skilja að þróun ungbarna- og barnadauða er lykilatriði í
lýðfræði barnæskunnar sem Ólöf rekur skilmerkilega. Í upphafi 20. aldar
lét nærri að eitt barn af hverjum 10 í Svíþjóð og Noregi dæi áður en fyrsta
æviárinu lauk en fast að 150 börn af 1000 í Finnlandi og Danmörku.
Lækkunin hafi svo orðið örust fram yfir miðja öldina og svipuðu máli
gegni um dánartíðni barna 1–5 ára. Sýnt er fram á að þótt langflest börn,
sem fæðast í heiminn, komist nú orðið í fullorðinna manna tölu hefur hlut-
fall barna og ungmenna 0–14 ára af heildarfólksfjöldanum lækkað mjög
(eða á tímabilinu 1900–1960 úr tæpum 35% í 22–27%), að undanskildu
Íslandi sem hafi náð sama hlutfalli barna og ungmenna 1960 og var í upp-
hafi aldar. Ólöf bendir á að við aldarlok hélt Ísland enn þeirri sérstöðu að
hafa hæst hlutfall barna (í áðurnefndri merkingu) af íbúafjöldanum í heild
eða um 23%.
Í síðasta hluta kaflans er fjallað á upplýsandi hátt um samspil vaxandi
atvinnuþátttöku kvenna utan heimilis og uppbyggingar dagheimila sem
telst mikilvægur þáttur í vaxandi reglu- og stofnanavæðingu barnæskunnar.
Athyglisvert er hve Norðurlönd fetuðu innbyrðis ólíkar leiðir í uppbygg-
ingu dagheimila – Ísland og Noregur framan af með mestanpart einkarekna
dagvistun fyrir hjónabandsbörn þar sem aftur á móti Svíþjóð og Danmörk
fetuðu sig snemma inn á félagslegar brautir. Jafnframt því sem æ fleiri gift-
ar konur hurfu af vettvangi heimilisins á daginn — áður en regluleg dag-
vistun eða frístundaheimili urðu almennur valkostur — urðu börnin það
sem kallað er „de nya hemmasittarna“ (bls. 73). Höfðu þessar breytingar
mikil áhrif á félagslega stöðu barna, ekki síst stöðu þeirra í upprunafjöl-
skyldu. Allar eru þessar breytingar dregnar skýrt fram í myndritum. Fyrir
kemur þó að myndrit skili sér ekki í nægilega skýru formi (sjá einkum bls.
ritdómar208
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 208