Saga - 2012, Blaðsíða 59
veislugestunum og þjónunum, sem glápa á mann.“69 Ekki verður
ráðið af Kvennablaðinu eða öðrum heimildum að Bríet hafi tekið þátt
í þeirri uppreisn gegn Dönum sem búningi Sigurðar málara var
ætlað að vera.70 Hún var áhugasöm um íslenska búninga, eins og
kemur fram nokkrum sinnum í Kvennablaðinu. Hún skautaði við
ákveðin tækifæri í ferðinni um Norðurlönd 1904, til að mynda á
fundi í „Kvinnoklubben“ í Stokkhólmi.71 Hún skautaði einnig þegar
hún flutti fyrirlestur um gamla og nýja íslenska kvenbúninga á
Skansinum í sömu ferð.72 Bríet virðist þó fyrst og fremst hafa hrifist
af skautbúningnum sem praktískum skartklæðum. Hún kvað skaut-
búninginn vissulega dýran, en ríkmannlegan, og geta alls staðar átt
við þar sem ætti að klæðast skrautklæðum. „Þótt það væri í kon-
ungahöllum, mundi hann sóma sér vel, ef hann væri borinn saman
við aðra þjóðbúninga,“ skrifaði hún aldamótaárið 1900, og bætti við:
„Enda dást líka flestir útlendingar mjög að honum.“73 Og í Kvenna -
blaðið ritaði hún eftir fundinn í Kaupmannahöfn um skautbúning-
innn: „Ég var fegin að hafa hann, innan um allar þessar afar skraut-
búnu konur.“74
Víst má telja að Bríet hafi ein skartað þjóðbúningi í þessari
veislu, því annars hefði henni tæplega þótt óþægilegt að standa
þannig sem „sýningarmunur“. Á næsta þingi IWSA, í Amsterdam
árið 1908, dönsuðu hollensk ungmenni fyrir þingfulltrúa, íklædd
þjóðbúningum og klossum.75 Svo virðist sem forystukonur IWSA
hafi skyndilega skilið mátt þjóðerniskenndarinnar. Þær hentu á lofti
mismunandi tákn þjóðernis og notuðu þau til þess að gefa mynd af
ólíkum en mjög samhuga konum og að sýna að kröfur þeirra hefðu
alþjóðlega skírskotun þvert á þjóðerni. Í bréfi Carrie Chapman Catt
til forystukvenna aðildarfélaganna fyrir þingið í Búdapest 1913 voru
þær beðnar að sjá til þess að ungur fulltrúi kæmi með þjóðbúning,
ef þeir væru enn til í þeirra löndum.76 Í bréfi hennar til Bríetar fyrir
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 59
69 Kvennablaðið, 12. árg. 9. tbl. 9. september 1906, bls. 66.
70 Um hið pólitíska hlutverk skautbúningsins sjá t.d. Margrét Guðmundsdóttir,
„Pólitísk fatahönnun“, Ný Saga, 7. árg. (1995), bls. 29–37.
71 Sbr. Kvennablaðið, 12. árg. 6. tbl. 15. júní 1906, bls. 44.
72 Kvennablaðið,12. árg. 8. tbl. 13. ágúst 1906, bls. 60.
73 Kvennablaðið, 6. árg. 11. tbl. nóvember 1900, bls. 85.
74 Kvennablaðið, 12. árg. 9. tbl. 9. september 1906, bls. 66.
75 Mineke Bosch, „Internationalism and Theory in Women’s History“, bls. 139.
76 Lbs. 3608 4to (Bréfasafn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur). Carrie Chapman Catt til
formanna aðildarfélaga IWSA 22. maí 1913.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 59