Saga - 2012, Blaðsíða 71
veru við aðra fulltrúa og ferðalaginu öllu skein úr hverju prentuðu
orði. Hún eyddi nokkuð mörgum orðum í að lýsa því sem gerðist
utan dagskrár; m.a. rakti hún söguþráð leiksýningar sem haldin var
fyrir þingfulltrúa í konunglega leikhúsinu í Búdapest. Frásögnin í
einu blaðanna ber einfaldlega heitið „Veislur og skemmtanir“ og er
ljóst af henni að þær hafa orðið minnisstæðar.
Í skilnaðarveislunni, sem um 600 manns sátu, skautuðu þær
mæðgur Bríet og Laufey að ósk Carrie Chapman Catt, sem hafði hitt
Bríeti daginn fyrir veisluna og mælst til þess að þær væru í íslensku
hátíðarbúningunum sínum. Og þá fékk Bríet snjalla hugmynd. Þar
sem frönsku þátttakendurnir töluðu yfirleitt ekki annað en frönsku,
og heimtuðu því að sérhver ræða sem flutt var á ensku eða þýsku
yrði þýdd á frönsku, fannst henni réttmætt að setja sjálf svipaða
kröfu: „Eg sagði okkur fúsar að mæta í þjóðbúningi okkar, ef eg þá
fengi að halda ræðu mína á íslenzku. — Eg fekk leyfið, og hélt svo
ræðu mína á íslenzku.“111 Ræðuna flutti hún í hátíðarbúningnum og
hafði íslenska fálkamerkið fyrir framan sæti sitt. Á eftir las Laufey
svo upp ræðuna á ensku. Bríet tók fram að margar konur hefðu
verið þarna í þjóðbúningum, m.a. ungverskum, rúmenskum, búl-
görskum og pólskum, „en engin þeirra gat mælt sig við okkar
íslenzka búning, enda var honum sýnd sú viðurkenning og sæmd,
að þegar við komum inn í honum, þá stóðu menn upp og klöppuðu
yfir allan salinn.“ Hér kveður við annan tón en í frásögninni af veisl-
unni í Kaupmannahöfn, þar sem Bríeti leið beinlínis illa yfir þeirri
athygli sem hátíðarbúningurinn fékk.
Búningar mæðgnanna vöktu athygli bandaríska rithöfundarins
og femínistans Charlotte Perkins Gilman, sem lýsti þeim í blaði sínu
þegar hún kom heim frá Búdapest. Hún kvað Ísland mjög lítið land
og ekki ríkt, en eigi að síður byggi þar greint fólk og víðsýnt. Kon -
urnar tvær, mæðgur, hefðu verið góðir fulltrúar og fallegir:112
The quaint Icelandic full dress was much admired. The head dress is a
small white satin „liberty cap“ in a golden coronet — much as we
crown our own bright goddess — surrounded by a sort of bridal veil.
Freedom, modesty and beauty, courage and intellect — there was a
warm welcome to Iceland.
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 71
111 Kvennablaðið 19. árg. 10. tbl. 9. október 1913, bls. 77.
112 The Forerunner, iv. árg., nr. 8 (1913), bls. 204. (Blaðið má nálgast rafrænt hér:
http://catalog.hathitrust.org/Record/000544186).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 71