Saga - 2012, Blaðsíða 150
Alþingi. Á sama tíma héldu sjálfstæðismenn fund um Keflavíkur -
samninginn í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, þar sem Ólafur Thors
og Gunnar Thoroddsen fluttu ræður. Eftir fund sósíalistanna rudd-
ust um 200 manns úr þeirra hópi inn á fund Sjálfstæðis flokksins og
höfðu uppi háreysti, en ekki kom þá til handalögmála. Til þeirra kom
hins vegar skömmu síðar er lögreglan dreifði mótmælendum fyrir
utan Sjálfstæðishúsið þar sem þeir gerðu aðsúg að Ólafi Thors og
Bjarna Benediktssyni, „en lögreglumenn komu þeim til verndar.
Ólafur Thors komst undan með því að hörfa inn í fordyri Land -
símahússins, en Bjarni Benediktsson komst við illan leik aftur inn í
Sjálfstæðishúsið.“16 Átökin utan Alþingis héldu áfram næstu daga
og „urðu æsingar með mönnum og óeirðir á götum Reykja víkur, svo
að lögreglan átti fullt í fangi með að halda uppi lögum og reglu.
Meðal annars var gerður aðsúgur bæði að Alþingi sem stofnun og að
einstökum alþingismönnum.“17 Verkalýðsfélög víða um land kröfð -
ust einnig þjóðaratkvæðagreiðslu, og 23. september boðuðu Alþýðu -
samband Íslands og fulltrúaráð verkalýðs félaganna í Reykja vík til
fyrsta allsherjarverkfalls í landinu og útifundar í Reykjavík. Ræðu -
menn voru úr röðum verkalýðsforingja og menntamanna:
— Stefán Ögmundsson, varaforseti Alþýðusambandsins.
— Jakob Benediktsson, magister.
— Jón Rafnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins.
— Eggert Þorbjarnarson, formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík.
— Dr. Björn Sigfússon, háskólabókavörður.
Að sögn Þjóðviljans, dagblaðs Sósíalistaflokksins, hvöttu ræðumenn
„þjóðina til að berjast til þrautar gegn öllu landaafsali og fyrir fullu
frelsi og sjálfstæði Íslands og kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu um
herstöðvasamninginn.“18 Á fundinum var samþykkt áskorun til
Alþingis um „að samþykkja ekki samningsuppkast það er nú ligg-
ur fyrir Alþingi frá Bandaríkjum Norður-Ameríku, án þess að
þjóðinni verði gefinn kostur á að tjá vilja sinn í þessu máli með
þjóðaratkvæðagreiðslu.“19 Einnig beindi fundurinn samskonar
svanur kristjánsson150
16 Matthías Johannessen, Ólafur Thors — Ævi og störf II, bls. 48.
17 Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904–1964 I (Reykjavík: Sögufélagið
1969), bls. 261.
18 Þjóðviljinn 25. september 1946, bls. 6.
19 Sama heimild, bls. 6.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 150