Saga - 2012, Blaðsíða 176
hafsárum Magnúsar lagabætis liðnum, mátu þeir einskis. Túlkun
Munchs á sögu skattlandanna, sem hann sýndi einstæðan áhuga,
var sami marki brennd.6
Fram eftir síðustu öld leituðu margbreytilegar stefnur og
straum ar í rannsóknarhefð konungsvalds og konungsríkis í Noregi
á miðöldum furðulítið upp úr þessum förum, þrátt fyrir róttæka
endurskoðun í öðru tilliti. Undir aldarlok mátti enn telja eðli og
þróun konungsríkis síðmiðalda til afræktra rannsóknarefna og
mótun þess sem sjálfstæðs rannsóknarviðfangs á eigin forsendum
til gagngerra nýjunga. Að sama leyti skorti ekki langa rannsóknar-
sögu einstakra hluta Noregsveldis, þótt veldið sjálft sem heildstætt
fyrirbæri þekktist vart sem sértækt rannsóknarefni fyrr en á síðari
árum. Margt lá til viðsnúnings og verður ekki dregið saman hér,
enda skammt síðan drepið var á slíkt á síðum Sögu í samhengi við
konungsvald og ríkisvald á miðöldum.7 Það skal á hinn bóginn
dregið sérstaklega fram hversu mjög þau rit sem hér eru til umfjöll-
unar sverja sig í ætt við póstkólóníalíska sögugreiningu. Þótt ekkert
þeirra falli beinlínis undir hugtakið í þrengri merkingu er víða sam-
hljómur í rannsóknaraðferðum og sjónarhorni. Augljóst dæmi um
þetta er greiningartvennd miðju og jaðars, sem telja má grundvall-
andi túlkunarsjónarhorn nær allra höfunda fyrirliggjandi rita til
dýpri skilnings á valdaformgerðum konungsvalds og framkvæmd
þess nær og fjær. Þannig lýsir Sigríður Beck því beinlínis yfir í titli
bókar sinnar, sem varla telst léttvægt, að fjarvera konungs hafi
mótað íslenska aristókratíu eftir þjóðveldið með afgerandi hætti, og
þá væntanlega umfram þá þætti aðra sem ekki birtast í titli en eru
sannarlega teknir til umræðu í meginmáli. Í öllum ritanna er raun-
verulegrar valdamenningar Noregsveldis og konungsvalds leitað
innan túlkunarmarka miðju og jaðars.
Miðja og jaðar hafa, með réttu eða röngu, þótt áskjósanlegri
greiningartæki á undanförnum tíu til fimmtán árum en flest önnur
sambærileg hugtök í sagnfræði og skyldri samfélagsfræði. Að -
skiljanlegustu rannsóknarefni hafa verið felld fyrirvaralítið að grein-
ingarmótandi gagnverkun miðju og jarðars — allt frá spássíukroti
gagnstætt megintexta í handriti til hjásvæða gagnstætt heims myndar -
viðar pálsson176
6 Sjá Peter Andreas Munch, Det norske Folks Historie 1–8 (Ósló: Chr. Tønsbergs
Forlag 1852–1863).
7 Viðar Pálsson, „Konungsvald í Noregi á miðöldum“, Saga 49: 1 (2011), bls.
175–183.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 176