Saga - 2012, Blaðsíða 181
aldar. Bókin er tímabært framlag til rannsóknar á Noregsveldi og
pólitískum innviðum þess nær og fjær — hún er skrifuð undir
leiðsögn Imsens — og ítarlegur samanburður skattlandanna sann-
arlegt nýmæli.
Framgangur „valds að utan“ — jafnan kallað outside rule í enskri
orð ræðu —, og mótun þess fyrir áverkan staðbundinna valdaform-
gerða, er raunar meðal þeirra þátta í ríkjamyndun há- og síðmiðalda
sem sagnfræð ingar hafa mestan gaum gefið á undanförnum tuttugu
til þrjátíu árum, ekki síst undir póstkólóníalískum áhrifum. Grein -
ingu slíkrar gagnmótunar hefur einkum verið teflt fram gegn eldri
hugmyndum um heildstæð og einsleit ríki fyrri alda — sögulegri
réttlætingu þjóðríkja síðari alda — með því að varpa ljósi á innri
margbreytileika þeirra, menningarlegan og pólitískan, og stjórn-
skipulegt ósamstæði. Túlkun Wærdahls á Noregsveldi og skatt-
löndum þess er skilgetið afkvæmi slíkrar endurskoðunar, enda vitn-
ar hún sérstaklega í State and Society in Medieval Europe eftir James
Given, klassíska uppsprettu þeirrar orðræðu sem röksemdir henn-
ar eru klæddar í.14 Niðurstöðurnar ríma fullkomlega við sömu fræði
og varla óvænt, rækilega studdar empirískum rökum: stjórnvalds-
stofnanir, embættismannakerfi og framkvæmd löggjafarvalds á
jaðarsvæðum mótuðust jafnan af staðbundnum aðstæðum — land -
fræðilegum, sögulegum, menningarlegum, pólitískum og fél ags -
legum — þrátt fyrir einlægan metnað konungs til aukinnar sam-
ræmingar og öflugri miðstýringar. Skattlönd og krúna hafi því sam-
lagast hvort öðru á löngum tíma fremur en jaðar aðlagast miðju
einhliða.
Hér stefnir að tvennu: annars vegar að fella valdasögu norska
konungsríkisins og skattlanda þess í eina heild, sem samsvari póli-
tísku sköpulagi Noregsveldis á miðöldum fremur en endimörkum
þjóðríkisins í nútíma, og hins vegar að fella þá sömu sögu að valda-
sögu Evrópu samtímans, enda sé innlimun og samlögun jaðarsvæða
samkenni á framvexti miðstjórnarvalds á miðöldum. Röksemdir eru
heilt yfir sterkar en þó gætir víða heimildafæðar, eins og Wærdahl
dregur sérstaklega fram, og einkum þegar færist aftur fyrir miðja
þrettándu öld. Þótt ofmælt væri að telja gnægð heimilda liggja til
síðmiðaldasögu Íslands um þetta efni gerir fátækt flestra annarra í
konungsvald og aristókratía … 181
14 James Buchanan Given, State and Society in Medieval Europe. Gwynedd and
Languedoc under Outside Rule. Wilder House Series in Politics, History, and
Culture (Íþöku: Cornell University Press 1990).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 181