Saga - 2012, Blaðsíða 60
sama þing var að finna brýningu um að fulltrúar Íslands kæmu með
íslenska búninga.77 Mæðgurnar hlýddu því kalli og Bríet skautaði
er hún flutti ræðu sína og einnig í veislum. Ef til vill var Bríet Bjarn -
héðinsdóttir upphafsmanneskja þess að nota þjóðbúning sem ein-
ingartákn á þingum samtakanna, þótt ekki hafi það verið ætlun
hennar.
Vendipunktur
Bríet fjallaði ekkert um dagskrá þingsins 1906 í Kvennablaðinu. Það
var annað sem gagntók huga hennar og birtist á síðum blaðsins:
stofnun félags á Íslandi sem gæti gengið í alþjóðafélagið. Í Kvenna -
blaðinu birtist þann 27. janúar 1907 grein er bar heitið „Kosningar -
réttarfélag“.78 Þar sagði Bríet frá því að blaðið hefði reglulega skorað
á íslenskar konur, og þá sérstaklega forsvarsmenn Hins íslenzka
kvenfélags, að láta í ljósi álit sitt og óskir um fullkomið jafnrétti við
karlmenn í öllum efnum.79 Félagið hefði á síðari árum vikið frá sínu
upphaflega markmiði og tekið að sér ýmis önnur verkefni en ætlað
var í fyrstu, svo nú væri því ekki unnt að verða kosningaréttarfélag.
„Hálfrar aldar reynsla hefir sýnt og sannað öllum helztu framfara-
konum heimsins, að hvert það félag sem fyrir alvöru vill beita sér
fyrir kvenréttindamálinu, má ekkert annað verkefni hafa,“ skrifaði Bríet
og bætti við að konur væru almennt ekki svo þroskaðar að þær sæju
hvað konum lægi mikið við að ná þessum fyrstu og helstu réttind-
um, pólitísku réttindunum. Því færi það jafnan svo að þau félög sem
hefðu einhver önnur verkefni samhliða fjarlægðust þetta aðalverk-
efni sitt meira og meira uns það yrði hjáverk. Líknar- og mannúðar-
störfin sætu í fyrirrúmi. Því hefði henni komið í hug að mynda
auður styrkársdóttir60
77 Lbs. 3608 4to (Bréfasafn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur). Carrie Chapman Catt til
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur 23. maí 1913.
78 Kvennablaðið, 13. árg. 1. tbl. 23. janúar 1907, bls. 2–3.
79 Athyglisverð frásögn birtist í blaðinu Framsókn, 2. tbl. 1895, bls. 5, af bréfi sem
Hið íslenzka kvennfjelag hafði sent út til kvenna „í þeim tilgangi að konur á
sem flestum stöðum landsins gangi í fjelagið, og myndi deildir, er standi í sam-
bandi við aðalfjelagið og stjórn þess í Reykjavík.“ Ritstýrum Framsóknar leist
vel á þetta að öðru leyti en því að væntanleg lög þessa félagsskapar gerðu ráð
fyrir því að karlar jafnt sem konur gætu verið í forystu, töldu það óeðlilegt og
spillandi. — Hefði félagið hins vegar stofnað þessi landssamtök, og þá lands-
samtök kvenna, er óvíst að Bríeti hefði borist hið örlagaríka bréf frá Carrie
Chapman Catt.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 60