Saga - 2012, Blaðsíða 135
svonefnd um Gildingarhópi fjárfesta,27 sem sóttist eftir áhrifum í
Búnaðarbankanum en hafði verið dæmdur úr leik við einkavæð-
inguna. Aðkoma hans virðist því tákna umtalsverða útvíkkun S-
hópsins. Með því að tala um Hesteyri en ekki Norvík undirstrikar
BJB hina flokkspólitísku hlið á einkavæðingunni — sem vissulega
er hans helsta rannsóknarefni. Söguritari þarf alltaf að velja úr efnis -
atriðum, gerir það þannig að lesandi fái sem skýrastamynd af atvik-
um en þó ekki ýkta. Hér er mjótt mundangshófið og skal ég alls ekki
segja að BJB hafi farið yfir strikið gagnvart lesanda sínum. En af
fyrrnefndum „tveimur herrum“ væri síðari rannsakanda betur
þjónað með öllu hærra flækjustigi.
Leppur S-hóps og leppar Kaupþings?
Tvær vel þekktar ásakanir um leppmennsku eru teknar til umræðu
í grein BJB og færð fyrir þeim rök, sumpart með nýjum vitnisburði.
Önnur er um hinar „erlendu fjármálastofnanir, eina eða fleiri“
sem áttu að vera hluti af S-hópnum. Það reyndist á endanum, eftir
æði vandræðalega óvissu, vera þýskur smábanki, og tekur BJB sam-
an (bls. 118–119, 122–125, 127–129) ýmsar vísbendingar um að hann
hafi hvorki sýnt þekkingu né áhuga á málum Búnaðarbankans né
bókfært hlut sinn í honum sem eigin fjárfestingu. (Um bókhaldið
hlífir hann lesendum við tæknilegum smáatriðum svo að þeir sjá í
rauninni aldrei hvers vegna hann hafnar gagnstæðum niðurstöðum
Ríkisendurskoðunar, sem greint er frá á bls. 128–129.) Niðurstaðan er
að þýski bankinn „virðist … einungis hafa verið fjárvörsluaðili, að
öllum líkindum fyrir íslenska aðila“ (bls. 134). Hvaða aðila segir BJB
ekki beinlínis, en ber málið saman við tvær sögur (nmgr. 71) af fjár-
festingum Ólafs Ólafssonar í annarra nafni og gefur þar með í skyn
að Ólafur kunni að hafa leikið sama leik hér.
Hin hugmyndin er sú að S-hópurinn hafi keypt Búnaðar -
bankann nánast fyrir hönd Kaupþings. „Sameining Búnaðarbanka
og Kaupþings“ var „heimiluð aðeins fáeinum mánuðum eftir einka-
væðingu, en fulltrúar S-hópsins og Kaupþings höfðu samið um
sameiningu löngu fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans“ (bls. 134).
Um þessa samninga gefa heimildarmenn BJB ákveðnari upplýsing-
í tröllahöndum 135
27 Athyglisverð túlkun á því í bréfi Kauphallarinnar sem Þórður Snær Júlíusson
vitnar í, „Einkavæðing bankanna. Búnaðarbankanum stýrt í rétta átt“, bls. 14.
Jón Helgi var frá 2002 fulltrúi Gildingarhópsins í bankaráði Búnaðarbankans.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 135