Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 61
TMM 2009 · 3 61 D av i d S e d a r i s systur hans opnaði augu Sedaris fyrir því að framtakið væri ekki endilega í þökk fjölskyldunnar. Sedaris bað Wang um að hætta við allt saman og leik- stjórinn varð við þeirri ósk. Að sögn ber Sedaris alltaf hverja sögu undir þann ættingja sem kemur fyrir í henni – hann birti svo ekkert sem ekki ríkir sátt um.3 Eftir lestur sagnanna er erfitt annað en draga þá ályktun að fjölskylda hans sé langt frá því að vera spéhrædd og hafi gríðarlegan húmor fyrir sjálfri sér. Í When You Are Engulfed In Flames kemur Sedaris víða við. Þar segir m.a. frá tengdamóður hans sem ól um tíma snák í sköflungnum, þrætugjörnum leigubílstjóra og tískumistökum höfundarins en í örvæntingafullri leit að karl- mannlegum fylgihlutum festi Sedaris eitt sinn kaup á nettum þvaglegg. Í fyrstu bókum Sedaris snerust sögurnar oft um stóra eða eftirminnilega atburði en í seinni bókunum verður honum hversdagurinn sífellt oftar að yrkisefni. Hann er líka sérfræðingur í að koma auga á hið óvenjulega eða áhugaverða í daglegu lífi. Suma pistla hans mætti jafnvel flokka sem hversdagslegar hryllingssögur; hann tekur óbærileg andartök sem allir kannast við og umbreytir þeim í stór- kostlegar sögur sem fá mann til að veltast um af hlátri en skilja um leið eitthvað eftir. Að missa út úr sér brjóstsykur í kjöltuna á næsta manni í flugvél, missa sjónar á ferðafélaga á lestarstöð, misskilja frönsku hjúkkuna og setjast á nær- fötunum inn á biðstofu þar sem allir aðrir eru fullklæddir … einhvern veginn tekst honum að upphefja martraðir daglegs lífs og gæða þær hlátri. Oft verður hverfulleiki lífsins Sedaris umhugsunarefni og mætti jafnvel segja að dauðinn sé alltaf nálægur, enda Sedaris fullkomlega laus við heim- spekilega sátt gagnvart óumflýjanlegum endalokum okkar allra. Hann er skít- hræddur við að deyja eins og hann lýsir fjálglega í „Memento Mori“ þegar hann reynir að festa blund með beinagrind í fullri stærð hangandi yfir sér. Þótt Sedaris sé kannski ekki heimspekilegur höfundur og telji sig svo sannarlega ekki búa yfir visku eða hafa yfirleitt svör við nokkrum sköpuðum hlut þá er hann þó móralskur höfundur. Hann er oft yfirgengilegur en nær að lýsa hvers- dagslegri, mannlegri grimmd þannig að þótt lesandinn hlæi þá skammast hann sín líka. Sedaris fellir stórskemmtilega sleggjudóma um allt og alla en um leið tekst honum að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og sýna aðdáunarvert umburðarlyndi gagnvart fólki. Þó að flestar sögur þessarar nýju bókar séu sprottnar úr nútímanum lítur hann enn stundum um öxl – eins og í „That’s Amore“ en þar rifjar hann upp kynni sín af Helen, gömlum nágranna þeirra Hughs frá því þeir bjuggu í New York. Helen þessi var hörð í horn að taka, lifði fyrir sápuóperur, lagði fólk í einelti og vann sér það meðal annars til frægðar að berja heyrnarlausan, hör- undsdökkan sendisvein með staf. En hugsanlegan skort á ljúfmennsku bætti hún vissulega upp með því að vera eftirminnileg. Sedaris hefur sérstakt lag á að segja frá yfirgengilegu fólki sem hagar sér óafsakanlega án þess þó að taka frá því mennskuna. Hann er brjálæðislega fyndinn og hlífir engum en minnir stundum á 21. aldar, léttgeggjaða útgáfu af Chekhov því þrátt fyrir alla ógæfuna og niðurlæginguna sem hann lýsir verður TMM_3_2009.indd 61 8/21/09 11:45:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.