Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 66
66 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð búa í Kamĩrĩĩthũ árið 1976 eftir að kona ein barði að dyrum hjá honum sunnu- dag einn og spurði hvers vegna í ósköpunum að hann, menntaður maðurinn, veitti ekki þorpsbúum hlutdeild í menntun sinni? (34). Ngũgĩ var upptekinn háskólamaður á þessum tíma, orðinn dósent og formaður bókmenntafræði- deildar Naíróbíháskóla og lofaði að „hugsa málið“ (s.st.). Konan lét sig ekki og kom næstu fjóra sunnudaga með sömu ósk og hann lét til leiðast að taka þátt í starf æskulýðsmiðstöðvar í bænum. Ekki fer á milli mála að Ngũgĩ og samstarfsmenn hans beittu aðferðum og hugsun Brechts, og kannski ekki síður Brasilíumannsins Augustos Boals, við vinnslu verksins, en um leið leitaðist hann við að nýta sér dramatískar hefðir þorpsbúanna í söng og dansi. Þarna reyndi hann í fyrsta sinn að gera það í verki sem hann svo orðar í bókinni, að auðga eigin tungu með því menningar- lega auðmagni sem marxistinn Brecht og aðrir Evrópubúar höfðu búið til. Í þriðja hluta bókarinnar er uppgjör hans við Evrópubókmenntirnar og nán- ari lýsing á átökunum við að skrifa fyrstu skáldsöguna á móðurmálinu; hann hefst á handtökunni 31. desember 1977, rétt eftir að hafði sett nemendum sínum fyrir að lesa Frantz Fanon, The Wretched of the Earth, og verk Leníns um heimsveldisstefnuna í tengslum við skáldsögur eftir Chinua Achebe. Það er kannski ekki furða að maðurinn skyldi vera handtekinn, enda kalda stríðið í algleymingi enn. En eins og fjórði og síðasti hlutinn sýnir kannski best, þá er Ngũgĩ wa Thiongh’o ekki einfaldlega marxisti af gamla skólanum, miklu frekar einn þeirra sem berjast fyrir bættum kjörum kúguðum til handa með þeim tækjum sem hann hefur tiltæk hverju sinni, fyrst og fremst þekkingu á menningarlegu samhengi þjóðfélagsins; hann tengir hinn efnislega þátt þess hinum menn- ingarlega og sýnir hvernig samhengið virkar í afrískum veruleika. Hann hefur heldur ekki glatað neinu af bitinu ef marka má síðustu skáldsögu hans sem heitir Wizard of the Crow (2006) í enskri þýðingu hans sjálfs; þar notar hann einmitt Babelssöguna í beittri satíru á hina nýju kúgara Afríku, gjörspillta, innfædda valdastétt, kannski nokkuð sem Íslendingar mega nú vænta frá íslenskum höfundum á næstunni, og, til allrar hamingju, á íslensku. Tilvísanir 1 Ngũgĩ wa Thiongh’o, Decolonizing the Mind. The Politics of Language in African Literature. Oxford, Naíróbí, Portsmouth: James Currey/EAEP/Heinemann, 1986. Eftirleiðis er vísað til blaðsíðutals í sviga. 2 Sjá einnig grein um þetta efni eftir Kwesi Kwah Prah í Málstefna – Language Planning, ritstj. Gauti Kristmannsson og Ari Páll Kristinsson, Reykjavík: Íslensk málnefnd, 2004. 3 Íslensku höfundarnir frá upphafi 20. aldar, Gunnar Gunnarsson og Jóhann Sigurjónsson, svo tveir þeir þekktustu séu nefndir, gátu því aðeins „haldið lífi“ að verk þeirra voru þýdd á íslensku og gefin út eða flutt. Verk Gunnars hafa einnig orðið fyrir því að „týnast“ smám saman úr dönskum bókmenntasögum og danskri bókmenntakennslu. TMM_3_2009.indd 66 8/21/09 11:45:33 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.