Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 96
H j a l t i H u g a s o n 96 TMM 2009 · 3 Íslendinga að þeir væru þjóð sem berðust fyrir frelsi en gegn áþján.27 Baráttan í verkinu stæði milli spilltrar yfirstéttar með Eydalín í fararbroddi og upplýsts umbótavilja og mannúðarstefnu sem Arnas væri persónugervingur fyrir.28 Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson voru á svipuðum brautum er þeir bentu á að Íslandsklukkan væri söguleg skáldsaga er lýsti stéttskiptu samfélagi undir áþján danska einvaldsríkisins en flytti nýfrjálsri þjóð sem byggi þó við hersetu stórveldis eigi að síður mikilvægan boðskap sem komi enn skýrar fram í næsta verki Halldórs, Atómstöðinni.29 Ármann Jakobsson áleit Íslandsklukkuna „þjóðernispólitískt verk“ samið „nánast eins og [óður] til lýðveldisins Íslands“.30 Jafnframt benti hann á að sagan einkennist af sömu þjóðfélagsvitund og fyrri sögur skáldsins og fjallaði því um „fátækt og stéttaandstæður og líf þjóðar sem lifir nánast við hungur- mörk án þess að eiga sér von“.31 Taldi Ármann túlkanir verksins þó hafa verið um of bundnar af þjóðernislegum áherslum sem losa þyrfti um til að nýr skiln- ingur fengist.32 Sjálfur gerði hann tilraun til slíkrar „óþjóðlegrar túlkunar“ með því að fjalla um sjálfskilning Snæfríðar Eydalín.33 Segja má að Halldór Laxness leggi sjálfur grunn að þeirri túlkun að aðstæð- ur á ritunartíma Íslandsklukkunnar gegnsýri verkið en hann vísar augljóslega til sögunnar í ritgerðinni „Um höfundinn og verk hans.“34 Þar lýsir hann því að mikil spenna hafi ríkt milli sögutímans og samtímans við samningu verks- ins og reifar þá hugmynd um hlutverk skáldsins almennt að það sé að vera málsvari þess mannlífs sem uppi er hverju sinni og að túlka „… frelsisbaráttu hvers tíma“.35 Þá segir hann að samtíminn, „hið lifandi líf umhverfis höfund- inn og í brjósti hans“ neyði upp á hann yrkisefnum sem hann hafi síst órað fyrir.36 Síðan kemur játningin um átján ára flótta undan Jóni Hreggviðssyni og örlögum hans.37 Harmleikur Kristinn E. Andrésson benti snemma á að Íslandsklukkan væri öðrum þræði „tragísk örlagasaga“.38 Taldi hann þá hlið verksins hafa styrkst vegna vaxandi áhuga Laxness á formhlið skáldskaparins og lögmálum listarinnar sjálfrar, sem og könnunar hans á íslenskum fornsögum og nýrri listrænni túlkun á þeim sem hafi aukið „harmleiksáhrif“ verksins.39 Peter Hallberg leit einnig svo á að í Íslandsklukkunni kæmu fram óbreytanleg örlög sem réðu gangi þeirrar sögu sem þar er rakin og allar sögupersónurnar séu ofurseldar.40 Í lok sjöunda áratugar nýliðinnar aldar gerði Kristján Karlsson áhugaverða tilraun til að losa um hina þjóðernislegu og sögulegu túlkun Íslandsklukkunn- ar.41 Hann leit svo á að form og bygging verksins sýndi svo ekki yrði um villst að Íslandsklukkan væri ljóðrænt, dramtískt verk í anda hins harmsögulega forngríska þríleiks. Þar væri Arnas aðal persónan sem seldi ástmey sína þrisvar, fyrst fyrir fornar bækur, þá fyrir réttlætið og loks fyrir landið sjálft. Yfir þessu taldi hann þó ekki mögulegt að kveða upp siðfræðilega dóma þar sem lögmál TMM_3_2009.indd 96 8/21/09 11:45:36 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.