Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 20
A n a S t a n i c e v i c 20 TMM 2015 · 1 Þessi fjölbreytni og dýpt Mánasteins gerir lesanda kleift að lesa skáld- söguna með margvíslegum hætti og á mörgum plönum. Það er einnig hægt að einbeita sér að hinu sjónræna í sögunni og taka eftir þeim aðferðum sem Sjón notar, en þær líkjast að mörgu leyti expressjónisma í myndlist sem var ríkjandi á þeim tímum þegar sagan gerist. Ennfremur tekur Sjón tillit til heimspekilegra hugmynda og almenns hugmyndaheims stríðstímans og tilvistarstefnan, eins og hún var í upphafi skilgreind af Kierkegaard, finnur sér líka leið inn í söguna. Tilvistarkvíði er áberandi í gegnum hana alla og Sjón tjáir hann af glæsileika hins expressjóníska málara. Þessar aðferðir ná til allra, því þær sýna á sannfærandi hátt tilfinningar sem allir kannast við af eigin raun. Auk þess er þessi leið sjónræn og hún talar til lesenda óháð því tungumáli og þeirri menningu sem þeir tilheyra. Sá myndlistarmaður sem var brautryðjandi expressjónismans í Evrópu og sem flestir kannast við er norski málarinn Edvard Munch. Málverk hans „Ópið“ er heimsfrægt og hefur með tímanum orðið að táknmynd tilvistar- kvíða. Þar að auki eru ýmis önnur myndefni Munchs − dauði, sjúkdómar, missir, ást, togstreita konu og karls − áberandi á síðum Mánasteins. Þess vegna eru dæmin í umfjöllun minni hér á eftir tekin úr listheimi Munchs til að sýna með hvaða hætti Sjón notar aðferðir expressjónisma í myndlist í skáldsögu sinni. Expressjónísk hlið Mánasteins getur náð til allra, af því að hún talar það alþjóðlega tungumál hjartans sem allir kunna. Hægt er að þýða skáldsögu Sjóns yfir á hvaða tungumál sem er og gefa hana út í hvaða menningarheimi sem er, vegna þeirrar aðferðar sem höfundurinn notar. 1.1 Með bældu ópi Edvard Munch skrifar sína stefnuyfirlýsingu árið 1889: „Það ætti ekki lengur að mála innanhússmyndir, fólk sem les og konur sem prjóna. Það eiga að vera lifandi manneskjur sem anda og finna til, þjást og elska.“3 Segja má að Munch sé einn fyrsti og frægasti listamaður sem kynnir expressjónisma í myndlistinni og kafar djúpt í mannlegt sálarlíf. Listaverkin hans öskra af tilfinningum, þau lýsa innra lífi mannsins og grípa áhorfandann við fyrstu sýn. Þekktasta dæmið er hið heimsfræga málverk „Ópið“ (1893). Því hefur verið lýst sem „íkon nútímalistar, Mónu Lísu okkar tíma“.4 Munch hefur tjáð sig um þá reynslu sem liggur að baki listaverkinu: Ég gekk kvöld eitt út eftir vegi – öðrum megin lá þorpið og fjörðurinn fyrir neðan mig. Ég var þreyttur og sjúkur – ég stóð og horfði út yfir fjörðinn – sólin settist – skýin lituðust rauð – eins og blóð – ég fann eins og óp gegnum náttúruna – mér fannst ég heyra óp. – Ég málaði þessa mynd – málaði skýin eins og raunverulegt blóð. Litirnir æptu –5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.