Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 21
M á n a s t e i n n , M u n c h o g e x p r e s S J Ó N i s m i n n TMM 2015 · 1 21 Þetta málverk er orðið tákn fyrir þann tilvistarkvíða sem það lýsti vel á sínum tíma og lýsir enn. Til eru kenningar sem útskýra rauðan himininn í bakgrunni myndarinnar og tengjast miklu eldgosi í fjall- inu Kratakoa í Indónesíu 1883-1884 sem litaði himin um allan heiminn.6 Hvort það sé rétt eða ekki skiptir ekki öllu máli. Það sem hér skiptir máli er að stemning myndarinnar minnir mann á dramatískan himin í kjölfar eldgoss og að Munch málaði himininn þannig til að lýsa innri líðan mannsins. Þessi myndhverf- ing er líka notuð í Mánasteini og lýsing Sjóns á Kötlugosi speglar án efa innri líðan fólksins í sögunni og minnir á lýsingu Munchs á því sem hann fann: − milli þess sem fólk talast við í lágum hljóðum starir það á ljósaganginn í austri þar sem eldfjallið málar nóttina appelsínurauða, rauða, fjólurauða, rauðsvarta og sprengir svo upp myndina með gasbláum og bálgulum blossum. (bls. 15) Það er eins og „Ópið“ birtist fyrir augum manns þegar maður les þessa málsgrein. Og þetta er bara fyrsta myndin í skáldsögunni sem endurómar listheim Munchs. En hvernig er staða manna á þessum tíma á Íslandi? Árið er 1918 og Íslendingar eru á góðri leið með að verða fullvalda þjóð eftir aldalöng dönsk yfirráð. Ísland stendur fyrir utan heimsstyrjöldina, en það er kolaskortur og ekki sérstaklega auðvelt að lifa. Það er eins og einkenni fin de siècle séu áberandi á Íslandi og þá fyrst og fremst í aðalpersónunni Mána Steini. Þar er að finna hnignun, svartsýni, leiðindi og óhugnað, en samt má finna von um betri framtíð. Ísland er á milli tveggja heima, í upphafi umskipta. Kötlugosið verður eins og sprenging á þær tilfinningar sem hlaðist hafa upp í mönnum. Það er þögult óp sem vill komast út úr öllum, ekki síst Mána Steini. Óps-minnið kemur ekki bara fram í skáldsögunni í þessari lýsingu á Kötlugosi og logandi himninum. „Ópið“ sýnir gapandi mannveru sem virðist vera dauðhrædd og finnur mikinn sársauka, í líkamstjáningu sem passar við hreyfingu landslagsins, eða frekar öfugt, en ópið heyrist ekki. Það er bælt óp sem fyllir allan líkamann og umhverfið og kemst ekki út. Eitthvað óhugnanlegt grípur þann sem horfir á málverkið. Yfirþyrmandi tilvistarkvíði gerir vart við sig. Þetta óp fylgir okkur í gegnum skáldsöguna, Ópið (1893)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.