Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 29
M á n a s t e i n n , M u n c h o g e x p r e s S J Ó N i s m i n n TMM 2015 · 1 29 en karlmaðurinn er með svart hár og í svörtum fötum. Sjón notar líka þessa táknrænu og sjónrænu aðferð til að koma innihaldinu í sögunni til skila og lýsa persónunum sínum. „Í brjósti Mána Steins ólmast svartir vængir“, á meðan geislinn varpar andliti Musidoru á andlit Sólu Guðb- sem er „hvítara en hvítt“ (bls. 13). Munch eins og Máni Steinn lýsir sjálfum sér í myndinni „Sjálfsmynd með sígarettu“ í algjöru myrkri, svörtum. Konunni lýsir hann með ljósinu sem skín frá henni eins og í myndinni „Madonna“. Í verkinu „Tvær manneskjur (Þau einmana)“ er konan enn og aftur í hvítu en karl- maðurinn í svörtu. Það er augljós andstæða milli Mána Steins og Sólu Guðb-. Jafnvel seinni nöfnin þeirra stangast á. Steinn er jarðbundinn og í föstu formi og guð er himneskur og án forms. Munch tengir konur oft hafinu, en karlmenn jörðinni. Það er líka áhugavert að máninn er algengt minni í listaverkum Munchs og sumir hafa haldið því fram að máninn og mánaskinið á vatninu séu kynjatákn.22 Í þessum skilningi verður enn rökréttara að Máni Steinn skuli fá þetta nafn, en ekki Sóla Guðb-. Það er samt ekki sól að sjá í listaverkum Munchs, nema í myndinni „Sólin“ þar sem hún er í brennidepli og skín yfir hafinu og landinu. Við nánari skoðun á nöfnum í skáldsögunni opnast nýjar dyr skilnings. Skáldsagan sjálf heitir Mánasteinn og er orðaleikur með nafn aðal- persónunnar. Mánasteinn er eðalsteinn sem lengi hefur verið notaður í skartgripi og Rómverjar trúðu að mánasteinn væri skapaður úr frosnu mánaskini.23 Hann er talinn vera kveneðalsteinn, þ.e.a.s. hann hefur mest áhrif og lækningamátt á konur og það er talið best að nota hann undir fullum mána.24 Tengsl Mána Steins við mánann eru sláandi, ekki síst þegar ungi útlendingurinn kallar hann „Moonstone“ og seinna „Auburn moon, harvest moon…“ (bls. 27). „Harvest moon“ er fullur máni og mánasteinn er sérstaklega virkur undir fullu tungli. Í skáldamáli er „máni“ notaður í kenningum um úlf, t.d. mánagarmur.25 Tengsl úlfs og fulls mána eru þekkt í mörgum menningarheimum og í þessari skáldsögu má finna vel dulin smáatriði sem gefa enn meiri innsýn í andstæðu og skyldleika milli Mána Losun (1896) Aðdráttarkraftur II (1895)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.