Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 47
U m b ó k m e n n t a k e n n i n g a r o g l j ó ð a l e s t u r TMM 2015 · 1 47 í vaxandi mæli að setja fram sjálfstæðar kenningar um eðli og eiginleika tungu máls og skáldskapar, kenningar er hefðu algildi að þeirra dómi. Breyt- ingin hefur stundum verið rakin til nýrýni svokall aðrar (New Criticism) sem leit dagsins ljós í Bandaríkjunum um 1940. Það er því vert að líta aðeins á uppruna hennar og þróun. 2 Nýrýnin sem skáldskaparfræði varð upphaflega til meðal nokkurra skálda í suðurríkjum Bandaríkjanna. Árið 1941 gaf John Crowe Ransom út ritgerðasafn með titlinum The New Criticism – heiti sem í þann tíð merkir einfaldlega ‚Nýja gagnrýnin‘, líkt og La nouvelle critique í Frakklandi á sjöunda áratugnum.1 Þar fjallaði hann um margt sem hann taldi til nýjunga í gagnrýni á ensku og fram hafði komið í eigin greinum og annarra, til að mynda landa hans Kenneth Burke og R.P. Blackmur. Ransom hafði verið kennari ýmissa bandarískra skálda og kenninga smiða ljóða sem áhrifamiklir urðu; þeirra á meðal voru Allen Tate, Cleanth Brooks og Robert Penn Warren. Það er satt að segja býsna mislitur hópur. Allen Tate var íhalds- samur í þjóð félagsmálum en þeir Cleanth Brooks og Robert Penn Warren til- tölulega frjáls lyndir og áttu sér þá hugsjón að koma ungu fólki á bragðið við ljóðalestur, sbr. bækurnar Understanding Poetry (1938 oáfr.), Modern Poetry and the Tradition (1939 oáfr.) og The Well Wrought Urn (1970 oáfr.) sem not- aðar voru áratugum saman í bandarísku skólakerfi. Höfuðvígi nýrýnenda varð Yale-háskóli eins og afbyggj enda síðar. Þá fjallar Ransom um ensku skáldin og gagnrýnendurna I.A. Richards, William Empson og T.S. Eliot. Það er enn sundurleitari hópur. I.A. Richards var háskóla kennari í Cambridge á þriðja áratug aldarinnar. Honum blöskraði hvað nem endur hans – nánast einvörð ungu hástéttarsynir – voru ónæmir á ljóðlist og brá á það ráð að fá þeim í hendur ljóð sem þeir kunnu engin deili á og láta þá síðan skrá viðbrögð sín. Hann birti svo útkom una eða úrval hennar á bók sem hann nefndi Practical Criticism.2 Það heiti var lengi notað um hina nýju gagnrýni í Bretlandi en aðferðin var einnig nefnd close reading (náinn lestur eða nærlestur). Aldrei heyrði ég hinsvegar minnst á ‚nýrýni‘ þau ár sem ég var í bókmenntanámi í breskum háskóla um 1960, enda grunaði víst engan þre menn inganna heldur að hann væri ‚nýrýnir‘. Augljós galli á aðferð Richards var að hún stuðlaði að ljóða lestri án samhengis við höfunda, tíma og sögu, en það er vitaskuld hæpin aðferð, og tómt mál er að tala um náinn eða vandaðan lestur ef ljóð eru svipt öllu samhengi sínu. Nemandi I.A. Richards var William Empson sem varð einkum frægur fyrir bók sína Seven Types of Ambiguity sem er rannsókn á merkingu og margræði ljóða.3 Ýmsum þótti nóg um nákvæmni hans og smásmygli; til dæmis ritaði T.S. Eliot um sítrónpressu skólann í gagnrýni í því sambandi. Empson var líka ögn sér á parti að því leyti að höfundarætlun skipti að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.