Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 62
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 62 TMM 2015 · 1 Hins vegar má líta á greinina sem eins konar hugsanatilraun, eða jafnvel sjálfsmarkaðssetningu, þar sem Guðjón staðsetur sjálfan sig við endann á framfaragoðsögn íslenskrar byggingarsögu.50 Það kann að vera að mælsku- fræði Jónasar sé farin að smita húsameistarann en orðræðan sem birtist í greininni á sér líka stað á breiðara sviði þjóðernispólitíkur sem rúmar þá báða. Sigríður Matthíasdóttir hefur bent á að í kenningum Herders hafi tengsl einstaklings og þjóðar verið „náttúrulegs“ eðlis, sem fellur vel að hugmyndum Guðjóns.51 Hann er sífellt að leita að „náttúrulegri“ tengingu og lætur oftsinnis hafa eftir sér að byggð skuli vera eins og framlenging af umhverfi sínu. Sigríður bætir við að samkvæmt Herder gegni tungumálið meginhlutverki í samspili einstaklings og þjóðar því gegnum það kemst hann í samband við forvera sína úr fyrndinni.52 „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“, líkt og Snorri Hjartarson kvað. Þar af leiðandi væri hægt að færa rök fyrir því að Jónas og Guðjón séu með skrifum sínum um landnámsmenn og gullöld íslenskrar sögu að skapa þjóðerni með því einu að orða það, ef svo má að orði komast. Með góðum vilja væri hægt að segja að þetta væri tilraun til þess að setja á svið nokkurs konar herrafrásögn, eða stórsögu, þar sem ein órofin framþróun á sér stað allt frá landnámi til Guðjóns.53 Þannig væri greinin tilraun til þess að samsama hugmyndir um þjóðernislega sjálfsmynd einstaklingsins og þjóðarinnar. Í þeim skilningi er næsta skref í mótun hans óhjákvæmilegt. Greinin inniheldur því, í ákveðnum skilningi, hvort tveggja í senn, réttlætingu næsta skrefs í þróun Guðjóns sem húsameistara, og innihaldslýsingu þess. Guðjón nefnir þrennt: Steinsteypu, landslag og þjóðarlund. Guðjón hóf snemma að nýta sér þýsk-finnska nýgotík í verkum sínum, til að mynda við gerð Sundhallarinnar, sem telja má fyrstu tilburði í átt að þjóðlegum stíl: hamrastílnum.54 Ásamt því var hann nokkru áður farinn að sækja áhrif til íslenskrar náttúru og líkja eftir stuðlabergi í byggingum. Sjálfur segist Guðjón hafa byrjað að nota stuðlabergið við smíði Landakots- kirkju. Jeg skal fyllilega játa það, að þegar jeg byrjaði á uppdráttunum, var mjer það ljóst, að mikið vandaverk var að gera uppdrætti að kirkjunni, sjerstaklega var mjög erfitt að gera styrktarstoðirnar að utan fallegar, því steinsteypan er svo tilbreytingarlaus að þær myndu altaf verða „klumpslegar“. Út af þessum erfiðleikum kom mjer til hugar stuðlabergið okkar, bæði var fremur auðvelt að gera steinsteypu er hefði svipað útlit og stuðlaberg, og svo var hjer um þjóðlegt atriði að ræða; virtist því sjálfsagt að gera tilraun með þetta, og nú er jeg sannfærður um það, að stuðlabergshugmyndin getur orðið einn aðalliðurinn til þess, að gera byggingar okkar þjóðlegar.55 Landakotskirkja var fyrsta byggingin sem Guðjón skreytti með stuðlum en þegar fram liðu stundir átti hann eftir að blása út stuðlaþemað, mynda úr því heilsteyptan stíl sem var undirstaða bygginga en ekki aðeins til skrauts.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.