Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 66
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n
66 TMM 2015 · 1
Hann staðhæfir þetta í stað þess að hafa það eftir einhverjum öðrum. Þessi
ómeðvituðu freudísku glöp sýna togstreitu tímans vel: það er hægt að taka
strákinn úr sveitinni en það er strembnara að taka sveitina úr stráknum.
Það er aðeins ein setning sem skilur að huldufólk og tal um framtíðina.
Ein setning brúar bilið milli náttúrubarnsins og nútímamannsins og þar í
miðjunni situr Íslendingurinn fastur.
Hamrastíllinn náði hins vegar ekki eingöngu til ytri og stærri formgerðar
húsanna sem Guðjón teiknaði heldur notaði hann einnig stuðlaformið til
skreytingar innanhúss – til dæmis í loftskraut, útskurð á borðum, fatahengi
og stigahandriðum – og sóttist eftir að nota innlendan efnivið. Guðjón hafði
lengi verið iðinn við að kynna sér tæknilegar nýjungar í sambandi við bygg-
ingar og byggingarefni og það má finna heimildir allt aftur til ársins 1915
þar sem hann er í rannsóknarferð í Noregi að taka út tilföng.65 Á þeim árum
þegar Þjóðleikhúsið er í byggingu fer Guðjón að gera tilraunir með að nota
íslenskar steintegundir til utanhússhúðunar sem hann fær síðar einkaleyfi
fyrir.66
Mér kom til hugar, að það kynni að mega nota íslenzkar steintegundir til þess að
prýða sléttunarhúðina og vernda hana. Hvítan, harðan kvarts mátti fá úr gömlu
gullnámunni í Miðdal o.v. Hvítan og furðu harðan kalkstein má fá úr Esjunni. Af
dökkum steinum var hrafntinna vafalaust bezt. En hana er óvíða að fá, nema uppi í
öræfum landsins. Ég réðist í að útvega þessar steintegundir, vildi helzt nota innlent
efni og bjóst auk þess við, að það yrði síst dýrara en útlent.67
Þessi nýjung átti sinn þátt í að magna hinn gífurlega þjóðlega og menn-
ingarlega auð sem húsinu fylgdi í félagspólitískri orðræðu. Þjóðleikhúsið
hafði – eins og Háskólinn seinna meir – víðtækari þjóðernislegar og menn-
ingarlegar skírskotanir en önnur hús, eins og sjá má í blaðagrein frá 1933. Í
greininni er Þjóðleikhúsið gert að táknmynd alls sem er fallegt, gott, heiðvirt
og þjóðlegt á Íslandi. Það átti að endurspegla íslenskt þjóðlíf, „verða vörður
þjóðernis, íslenzkrar tungu og íslenzkra dyggða“.68 Þar sem leikritin sem sett
eru á fjalirnar eiga að sýna áhorfendum „lífsbaráttu hinnar íslenzku þjóðar“
og í samanburði við „baráttu annarra þjóða, eins og hún birtist í leikrit[um]“
munu þau stuðla að því að gera „hina íslenzku þjóð frjálsa“, og „skapa
íslenzkan anda“ sem væri afkvæmi dáða þjóðarinnar.69
Þetta er ekki síst markvert fyrir þær sakir að í öllum þeim styr sem stóð
um byggingu hússins er húsið sjálft gert að mælikvarða fyrir menningar-
stig andmælenda þess (og að breyttu breytanda meðmælenda). Jónas lætur
hafa eftir sér að það hafi aðeins verið menn „sem ekki höfðu menningar-
skilyrði til að sjá mun á fegurð miðaldakirkju og brauðgerðarhúsi Björns
Björnssonar í Vallarstræti“ sem þætti leikhúsið óþarft og ljótt.70 Þeir sem
voru andsnúnir Þjóðleikhúsinu voru þannig á síðra menningarstigi – bar-
barar. Þannig sameinast efni og form um að glæða lífvana hlut einhvers