Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 66
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 66 TMM 2015 · 1 Hann staðhæfir þetta í stað þess að hafa það eftir einhverjum öðrum. Þessi ómeðvituðu freudísku glöp sýna togstreitu tímans vel: það er hægt að taka strákinn úr sveitinni en það er strembnara að taka sveitina úr stráknum. Það er aðeins ein setning sem skilur að huldufólk og tal um framtíðina. Ein setning brúar bilið milli náttúrubarnsins og nútímamannsins og þar í miðjunni situr Íslendingurinn fastur. Hamrastíllinn náði hins vegar ekki eingöngu til ytri og stærri formgerðar húsanna sem Guðjón teiknaði heldur notaði hann einnig stuðlaformið til skreytingar innanhúss – til dæmis í loftskraut, útskurð á borðum, fatahengi og stigahandriðum – og sóttist eftir að nota innlendan efnivið. Guðjón hafði lengi verið iðinn við að kynna sér tæknilegar nýjungar í sambandi við bygg- ingar og byggingarefni og það má finna heimildir allt aftur til ársins 1915 þar sem hann er í rannsóknarferð í Noregi að taka út tilföng.65 Á þeim árum þegar Þjóðleikhúsið er í byggingu fer Guðjón að gera tilraunir með að nota íslenskar steintegundir til utanhússhúðunar sem hann fær síðar einkaleyfi fyrir.66 Mér kom til hugar, að það kynni að mega nota íslenzkar steintegundir til þess að prýða sléttunarhúðina og vernda hana. Hvítan, harðan kvarts mátti fá úr gömlu gullnámunni í Miðdal o.v. Hvítan og furðu harðan kalkstein má fá úr Esjunni. Af dökkum steinum var hrafntinna vafalaust bezt. En hana er óvíða að fá, nema uppi í öræfum landsins. Ég réðist í að útvega þessar steintegundir, vildi helzt nota innlent efni og bjóst auk þess við, að það yrði síst dýrara en útlent.67 Þessi nýjung átti sinn þátt í að magna hinn gífurlega þjóðlega og menn- ingarlega auð sem húsinu fylgdi í félagspólitískri orðræðu. Þjóðleikhúsið hafði – eins og Háskólinn seinna meir – víðtækari þjóðernislegar og menn- ingarlegar skírskotanir en önnur hús, eins og sjá má í blaðagrein frá 1933. Í greininni er Þjóðleikhúsið gert að táknmynd alls sem er fallegt, gott, heiðvirt og þjóðlegt á Íslandi. Það átti að endurspegla íslenskt þjóðlíf, „verða vörður þjóðernis, íslenzkrar tungu og íslenzkra dyggða“.68 Þar sem leikritin sem sett eru á fjalirnar eiga að sýna áhorfendum „lífsbaráttu hinnar íslenzku þjóðar“ og í samanburði við „baráttu annarra þjóða, eins og hún birtist í leikrit[um]“ munu þau stuðla að því að gera „hina íslenzku þjóð frjálsa“, og „skapa íslenzkan anda“ sem væri afkvæmi dáða þjóðarinnar.69 Þetta er ekki síst markvert fyrir þær sakir að í öllum þeim styr sem stóð um byggingu hússins er húsið sjálft gert að mælikvarða fyrir menningar- stig andmælenda þess (og að breyttu breytanda meðmælenda). Jónas lætur hafa eftir sér að það hafi aðeins verið menn „sem ekki höfðu menningar- skilyrði til að sjá mun á fegurð miðaldakirkju og brauðgerðarhúsi Björns Björnssonar í Vallarstræti“ sem þætti leikhúsið óþarft og ljótt.70 Þeir sem voru andsnúnir Þjóðleikhúsinu voru þannig á síðra menningarstigi – bar- barar. Þannig sameinast efni og form um að glæða lífvana hlut einhvers
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.