Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 71
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “ TMM 2015 · 1 71 skapað þjóðernisgoðsagnir sem ganga út á að fortíðin er endurrituð „ekki með fræðileg markmið í huga heldur það pólitíska markmið að verða fyrir- mynd framtíðarinnar“.92 Að vissu leyti hljómar þetta eins og verklýsing Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Jónas gerir Guðjón að samnefnara fyrir þjóðleg gildi, skilgreinir byggingar hans og framleiðir ógrynni af gögnum þar sem hann leitast við að skilgreina hið þjóðlega eðli. Söguskoðun Jónasar var til dæmis svo yfir- gnæfandi að sagt hefur verið að kennslubækur hans séu í rauninni betri heimild um hann sjálfan en sögu þjóðarinnar.93 Ætli eitt gleggsta dæmið sé ekki þegar Jónas gengur gegnum hinn vitsmunalega mishljóm og afneitar módernískum áhrifum í byggingarlist Guðjóns en finnur í stað þess upp nýtt nafn og þjóðlegra: lýðveldisstíll. Háskólinn og Þjóðleikhúsið hafa ekki eingöngu verið tekin til greina sökum þeirra þjóðlegu þráða sem finna má í allri umræðu kringum þau, heldur einnig sem fyrirmyndardæmi um afrakstur þess gangverks sem talið er að knúið hafi Guðjón. Honum hefur verið lýst sem frumkvæðis- og framfarasinna en ég tel að „hugsjónamaður“ eigi betur við hann. Allt frá því að hann hóf störf sem húsameistari hafði hann stórar hugmyndir um hvernig uppbygging og skipulag samfélagsins, í varanlegu, föstu efni, s.s. steinsteypu, gæti haft göfgandi áhrif á íbúa þess. Guðjón lét sér ekki nægja að reisa hús heldur lét hann sig dreyma og steypti hugsjónir sínar í mót. Hann sá fyrir sér að „betra“ Ísland væri mögulegt og gerði það sem hann gat til þess að koma því til leiðar. Í þeim skilningi má segja að hann hafi verið nokkurs konar landnámsmaður á steinsteypuöld. Tilvísanir 1 Hörður Ágústsson, „Byggingarlist“, Birtingur, 1/1955, bls. 6–12, hér bls. 6 2 Sjá http://www.ruv.is/sarpurinn/islendingar/17082014–1 [Sótt 22. ágúst 2014]. 3 Sjá http://www.ruv.is/sarpurinn/islendingar/17082014–1 [sótt 22. ágúst 2014]. 4 Sjá http://www.ruv.is/sarpurinn/islendingar/17082014–1 [sótt 22. ágúst 2014]. 5 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð, Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins, 2000, bls. 344. 6 Hér má ég til með að minnast á Sigurð Guðmundsson málara (1833–1874). Þrátt fyrir að aðeins eitt „hús“ hafi verið byggt eftir hann, það er Skólavarðan, þá liggur fjöldi teikninga eftir hann á Þjóðminjasafni Íslands þar sem hann hefur dregið upp hugmyndir sínar að framtíðarskipulagi Reykjavíkur. 7 Talið er að þjóðernishyggja í nútímaskilningi hafi orðið til á 18. öld. Sigríður Matthíasdóttir, „Inngangur“, Hinn sanni Íslendingur: þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 22. 8 Atli Magnús Seelow, „Verslunarhús Nathan & Olsen við Austurstræti. Hornsteinn Guðjóns Samúelssonar að nýjum miðbæ Reykjavíkur“, Saga, 1/2012, bls. 9–21, hér bls 18. Seelow vísar sjálfur í Albert Christ-Janer, Eliel Saarinen. Finnish-American architect and educator, Chicago: University of Chicago Press, 1979, bls. 32–36, 47–52, hér bls. 51. 9 Atli Magnús Seelow, „Verslunarhús Nathan & Olsen við Austurstræti …“, bls. 18. 10 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I, bls. 350. 11 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I, bls. 350.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.